Hvað varð um stúdentsprófið? Atli Harðarson skrifar 13. júní 2023 09:31 Fyrir hálfri öld síðan voru menntaskólar hér á landi fáir. Gagnfræðaskólar og iðnskólar voru hins vegar víða og þeir stóðu flestum opnir. Einnig var talsvert um sérskóla á framhaldsskólastigi en gert var ráð fyrir að stúdentspróf og háskólanám væri fyrir útvalda. Á þessum tímum, laust upp úr 1970, voru breytingar í aðsigi. Um miðjan áratuginn var byrjað að stofna fjölbrautaskóla: Í Breiðholti 1975, á Suðurnesjum 1976, á Akranesi 1977. Listinn er langur því frá 1970 til aldamóta voru settir á stofn að minnsta kosti 16 nýir skólar allt í kringum landið sem buðu upp á nám til stúdentsprófs. Margir þeirra yfirtóku eldri gagnfræðaskóla og iðnskóla og þar voru stúdentsbrautirnar viðbót við námsframboð sem fyrir var á svæðinu. Þetta voru farsælar nýjungar. Fólk eygði von um meiri jöfnuð, að ungmenni af öllum stéttum og stigum og alls staðar að af landinu gætu farið í nám við allar deildir háskóla. En nú virðist mér sem þessar framfarir sem urðu á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar séu að ganga til baka. Á árunum þegar framhaldsskólum fjölgaði hvað mest var innihaldi náms ekki miðstýrt. Við menntaskólana höfðu kennarar áratugum saman haft samráð um hvað skyldi kennt til stúdentsprófs og tekið mið af kröfum háskóla en enginn sagði þeim fyrir verkum. Nýju fjölbrautaskólarnir höfðu hliðsjón af menntaskólahefðinni þegar þeir bjuggu til stúdentsbrautir en mótuðu þær samt sjálfir án mikilla fyrirmæla að ofan. Fyrstu námsvísar fjölbrautaskólanna voru samvinnuverkefni kennara og stjórnenda við nokkra skóla sem kusu að vinna saman. Það var af og frá að stjórnleysinu fylgdi neitt skipulagsleysi. Til urðu hefðir og sameiginleg viðmið um innihald náms í flestum greinum. Íslenskt stúdentspróf hélt áfram að vera fullgildur aðgöngumiði að háskólum bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Árið 1986 gaf menntamálaráðuneytið út Námskrá handa framhaldsskólum. Í henni voru lýsingar á námsbrautum. Þessi námskrá var að mestu unnin upp úr námsvísum fjölbrautaskólanna. Hún var í raun fremur skráning á því sem skólarnir höfðu þegar gert en fyrirmæli um hvað þeir skyldu kenna. Hún gilti til 1999 þegar menntamálaráðuneytið gaf út Aðalnámskrá framhaldsskóla. Með aðalnámskránni frá 1999 reyndu yfirvöld í fyrsta sinn að miðstýra innihaldi stúdentsnáms. Stúdentsbrautir skyldu aðeins vera þrjár: Náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræðibraut og gefin voru nokkuð ströng fyrirmæli um innihald þeirra. Andinn í námskrá ráðuneytisins frá 1999 var samt í samræmi við hugsjónirnar sem tengdust fjölbrautaskólunum. Nemendur í öllum landshlutum skyldu eiga þess jafn góðan kost að búa sig undir háskólanám. Afleiðingarnar af miðstýringunni urðu samt aðrar. Það er flókið að rekja þær allar en ég ætla að staldra ögn við stærðfræðina. Fyrir 1999 tíðkaðist að nemendur á náttúrufræðibrautum tækju að minnsta kosti sjö áfanga í stærðfræði. (Hver áfangi var sex kennslustundir á viku í eina önn). Þetta var svona allt í kringum landið og fyrir vikið hafði þorri stúdenta af náttúrufræðibrautum forsendur til að hefja nám í raunvísindum. Á sama tíma var stærðfræðin á félagsfræðibraut yfirleitt fimm áfangar. Aðalnámskráin frá 1999 sagði hins vegar að það dygði að taka fimm stærðfræðiáfanga á náttúrufræðibraut og tvo á félagsfræðibraut en hún heimilaði að þeir væru fleiri þar sem hluti af hverri braut var svokallað kjörsvið sem nemendur og skólar gátu ráðstafað á nokkra vegu. Fækkun stærðfræðiáfanga hefði svo sem ekki unnið gegn jöfnuðinum sem fólk dreymdi um þegar fjölbrautaskólarnir urðu til ef allir skólarnir hefðu verið samstíga. En það sem gerðist í raun var að eldri menntaskólar héldu öðrum fremur í hefðbundna skipan og kenndu nemendum á náttúrufræðibraut stærðfræði í átta annir. Flestir yngri skólarnir reyndu að bæta við það litla sem skylt var að kenna samkvæmt aðalnámskrá en róðurinn var þungur. Fjölbrautaskóli með 500 nemendur var að því leyti ólíkur menntaskóla með sama nemendafjölda að í menntaskólanum dreifðust allir nemendurnir á þrjár stúdentsbrautir en í fjölbrautaskólanum var aðeins hluti þeirra í stúdentsnámi, margir voru í almennu undirbúningsnámi, aðrir í iðnnámi eða öðru starfsnámi. Sá hluti náms í fjölbrautaskóla sem var sameiginlegur mörgum brautum gat farið fram í stórum hópum þar sem 25 til 30 nemendur fylltu kennslustofu. En síðustu áfangar í löngum keðjum voru í mörgum tilvikum aðeins fyrir eina námsbraut og því óhjákvæmilega fámennir. Á mælikvarða mannanna sem gættu hagsmuna ríkissjóðs töldust fámennir áfangar óhagkvæmir enda kunnu þeir engar leiðir til að meta langtímaávinning samfélagsins af sérhæfingu fyrir fáa nemendur. Kjarasamningar sögðu að kennari ætti að fá sömu laun fyrir að kenna litlum hópum og stórum en fyrir 10 manna hóp borgaði ríkið skólanum aðeins þriðjung þess sem fékkst fyrir að kenna 30 manna hópi. Á fyrsta áratug þessarar aldar þurftu fjölbrautaskólar því í vaxandi mæli að fella niður stærðfræðiáfanga sem voru umfram þá sem aðalnámskrá krafðist. Áður höfðu þeir verið hluti af skyldunámi á braut og voru því kenndir þótt það kæmi ekki vel út í bókhaldi skólans. Það sem hér hefur verið sagt um stærðfræðina gildir að breyttu breytanda um fleiri fög, ekki síst raungreinar og tungumál þar sem áfangar mynda keðjur. Þótt námskráin frá 1999 hafi ekki átt að draga úr möguleikum yngri skóla á að veita undirbúning undir háskólanám til jafns við gömlu menntaskólana virðist mér hún samt hafa gert það en óvíða samt svo mjög að það yrði neinn héraðsbrestur. Tilraun ríkisins til að miðstýra innihaldi náms til stúdentsprófs stóð í rúman áratug. Árið 2011 gekk í gildi ný aðalnámskrá og nú var skólum aftur heimilt að ráða því að mestu hvað væri kennt. Þessi aðalnámskrá inniheldur ekki lýsingar á námsbrautum heldur viðmið um hvernig skólar mega sjálfir búa þær til. Um svipað leyti var nám til stúdentsprófs stytt úr fjórum árum í þrjú. Breytingarnar eftir 2011 eru töluverðar. Á fáum árum urðu til vel á annað hundrað mismunandi námsbrautir til stúdentsprófs. Þær eru æði margbreytilegar. Sem dæmi má nefna að til eru nokkrir tugir brauta með heiti sem innihalda „náttúruvísindi“ eða „náttúrufræði“ og þar á meðal eru brautir með aðeins þrjá stærðfræðiáfanga í brautarkjarna en einnig brautir með sjö eða fleiri stærðfræðiáfanga eins og náttúrufræðibrautir frá tímum stjórnleysisins fyrir 1999. Flestar þessar brautir eru settar saman í einum skóla fremur en með samráði kennara við nokkra skóla eins og tíðkaðist þegar námsvísar fjölbrautaskólanna urðu til fyrir 1980. Tíðarandinn er annar nú en þá enda er búið að berja það inn í skólastjórnendur og kennara síðan fyrir aldamót að skólar eigi að vera í samkeppni hver við annan fremur en að ástunda samvinnu. Það má segja um styttingu náms til stúdentsprófs rétt eins og námskrána frá 1999, að ætlunin var nokkuð örugglega ekki að vinna gegn hugsjóninni um að ungt fólk allt í kringum landið ætti jafnan kost á að búa sig undir nám í háskóla. Raunin er samt sú að fáeinir gamlir skólar, sem taka einkum við nemendum með háar einkunnir við lok grunnskóla, þjappa nú mestöllu innihaldi fjögurra námsára á þrjú ár. Þetta er hins vegar nær engin leið að gera með sundurleitan nemendahóp þar sem fáir komast jafn hratt og mestu námshestarnir. Fyrir árið 2011 var nokkurn veginn vitað hvað stúdentspróf þýddi en ég held að nú sé flóran það fjölskrúðug að ekki verði mikið ályktað um getu nemanda til að takast á við háskólanám af því einu að hann teljist hafa stúdentspróf. Það eru ekki lengur nein sameiginleg viðmið um innihald námsins. Þegar ég horfi yfir sviðið sýnist mér að ekki þurfi nema fáein lítil skref í viðbót til að færa kerfið aftur fyrir stofnun fyrstu fjölbrautaskólanna. Breytingar frá 1999 til dagsins í dag virðast hníga í þá átt að aftur verði til skólakerfi þar sem fáeinir skólar, sem bara sumir hafa aðgang að, veiti fullgildan undirbúning fyrir nemendur sem ætla til dæmis að verða læknar eða verkfræðingar. Veruleikinn er að minnsta kosti sá að á höfuðborgarsvæðinu er harður slagur hvert vor um að komast inn í skóla sem kenna enn þann dag í dag sambærilegt námsefni til stúdentsprófs og gert var fyrir 1999. Samtímis eru í boði námsleiðir til stúdentsprófs þar sem fá fög eða engin eru numin samfleytt í gegnum alla eða mestalla skólagönguna. Til að ná valdi á vísindalegri hugsun, list, tækni eða tungumáli þarf yfirleitt þjálfun sem stendur árum saman. Margir áfangar í röð í sama fagi gefa ungu fólki því tækifæri til þroska sem eru af talsvert öðru tagi en stutt kynning á námsgreinum. Þegar ekki er nein regla á því hvað stúdentar skuli kunna og sérhæfing á brautum má vera lítil sem engin þá er auðvelt fyrir skóla með fámennar stúdentsbrautir að gera hvort tveggja í senn, að segja nemendum og foreldrum að boðið sé upp á alls konar stúdentsnám og segja fjárveitingavaldinu að ekki séu kenndir neinir fámennir og óhagkvæmir áfangar. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé eitt dæmi af ótalmörgum um það hvernig markaðsvæddur nútíminn brosir jafn glaðhlakkalega við öllum, líka þeim sem hann gefur steina fyrir brauð. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir hálfri öld síðan voru menntaskólar hér á landi fáir. Gagnfræðaskólar og iðnskólar voru hins vegar víða og þeir stóðu flestum opnir. Einnig var talsvert um sérskóla á framhaldsskólastigi en gert var ráð fyrir að stúdentspróf og háskólanám væri fyrir útvalda. Á þessum tímum, laust upp úr 1970, voru breytingar í aðsigi. Um miðjan áratuginn var byrjað að stofna fjölbrautaskóla: Í Breiðholti 1975, á Suðurnesjum 1976, á Akranesi 1977. Listinn er langur því frá 1970 til aldamóta voru settir á stofn að minnsta kosti 16 nýir skólar allt í kringum landið sem buðu upp á nám til stúdentsprófs. Margir þeirra yfirtóku eldri gagnfræðaskóla og iðnskóla og þar voru stúdentsbrautirnar viðbót við námsframboð sem fyrir var á svæðinu. Þetta voru farsælar nýjungar. Fólk eygði von um meiri jöfnuð, að ungmenni af öllum stéttum og stigum og alls staðar að af landinu gætu farið í nám við allar deildir háskóla. En nú virðist mér sem þessar framfarir sem urðu á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar séu að ganga til baka. Á árunum þegar framhaldsskólum fjölgaði hvað mest var innihaldi náms ekki miðstýrt. Við menntaskólana höfðu kennarar áratugum saman haft samráð um hvað skyldi kennt til stúdentsprófs og tekið mið af kröfum háskóla en enginn sagði þeim fyrir verkum. Nýju fjölbrautaskólarnir höfðu hliðsjón af menntaskólahefðinni þegar þeir bjuggu til stúdentsbrautir en mótuðu þær samt sjálfir án mikilla fyrirmæla að ofan. Fyrstu námsvísar fjölbrautaskólanna voru samvinnuverkefni kennara og stjórnenda við nokkra skóla sem kusu að vinna saman. Það var af og frá að stjórnleysinu fylgdi neitt skipulagsleysi. Til urðu hefðir og sameiginleg viðmið um innihald náms í flestum greinum. Íslenskt stúdentspróf hélt áfram að vera fullgildur aðgöngumiði að háskólum bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Árið 1986 gaf menntamálaráðuneytið út Námskrá handa framhaldsskólum. Í henni voru lýsingar á námsbrautum. Þessi námskrá var að mestu unnin upp úr námsvísum fjölbrautaskólanna. Hún var í raun fremur skráning á því sem skólarnir höfðu þegar gert en fyrirmæli um hvað þeir skyldu kenna. Hún gilti til 1999 þegar menntamálaráðuneytið gaf út Aðalnámskrá framhaldsskóla. Með aðalnámskránni frá 1999 reyndu yfirvöld í fyrsta sinn að miðstýra innihaldi stúdentsnáms. Stúdentsbrautir skyldu aðeins vera þrjár: Náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræðibraut og gefin voru nokkuð ströng fyrirmæli um innihald þeirra. Andinn í námskrá ráðuneytisins frá 1999 var samt í samræmi við hugsjónirnar sem tengdust fjölbrautaskólunum. Nemendur í öllum landshlutum skyldu eiga þess jafn góðan kost að búa sig undir háskólanám. Afleiðingarnar af miðstýringunni urðu samt aðrar. Það er flókið að rekja þær allar en ég ætla að staldra ögn við stærðfræðina. Fyrir 1999 tíðkaðist að nemendur á náttúrufræðibrautum tækju að minnsta kosti sjö áfanga í stærðfræði. (Hver áfangi var sex kennslustundir á viku í eina önn). Þetta var svona allt í kringum landið og fyrir vikið hafði þorri stúdenta af náttúrufræðibrautum forsendur til að hefja nám í raunvísindum. Á sama tíma var stærðfræðin á félagsfræðibraut yfirleitt fimm áfangar. Aðalnámskráin frá 1999 sagði hins vegar að það dygði að taka fimm stærðfræðiáfanga á náttúrufræðibraut og tvo á félagsfræðibraut en hún heimilaði að þeir væru fleiri þar sem hluti af hverri braut var svokallað kjörsvið sem nemendur og skólar gátu ráðstafað á nokkra vegu. Fækkun stærðfræðiáfanga hefði svo sem ekki unnið gegn jöfnuðinum sem fólk dreymdi um þegar fjölbrautaskólarnir urðu til ef allir skólarnir hefðu verið samstíga. En það sem gerðist í raun var að eldri menntaskólar héldu öðrum fremur í hefðbundna skipan og kenndu nemendum á náttúrufræðibraut stærðfræði í átta annir. Flestir yngri skólarnir reyndu að bæta við það litla sem skylt var að kenna samkvæmt aðalnámskrá en róðurinn var þungur. Fjölbrautaskóli með 500 nemendur var að því leyti ólíkur menntaskóla með sama nemendafjölda að í menntaskólanum dreifðust allir nemendurnir á þrjár stúdentsbrautir en í fjölbrautaskólanum var aðeins hluti þeirra í stúdentsnámi, margir voru í almennu undirbúningsnámi, aðrir í iðnnámi eða öðru starfsnámi. Sá hluti náms í fjölbrautaskóla sem var sameiginlegur mörgum brautum gat farið fram í stórum hópum þar sem 25 til 30 nemendur fylltu kennslustofu. En síðustu áfangar í löngum keðjum voru í mörgum tilvikum aðeins fyrir eina námsbraut og því óhjákvæmilega fámennir. Á mælikvarða mannanna sem gættu hagsmuna ríkissjóðs töldust fámennir áfangar óhagkvæmir enda kunnu þeir engar leiðir til að meta langtímaávinning samfélagsins af sérhæfingu fyrir fáa nemendur. Kjarasamningar sögðu að kennari ætti að fá sömu laun fyrir að kenna litlum hópum og stórum en fyrir 10 manna hóp borgaði ríkið skólanum aðeins þriðjung þess sem fékkst fyrir að kenna 30 manna hópi. Á fyrsta áratug þessarar aldar þurftu fjölbrautaskólar því í vaxandi mæli að fella niður stærðfræðiáfanga sem voru umfram þá sem aðalnámskrá krafðist. Áður höfðu þeir verið hluti af skyldunámi á braut og voru því kenndir þótt það kæmi ekki vel út í bókhaldi skólans. Það sem hér hefur verið sagt um stærðfræðina gildir að breyttu breytanda um fleiri fög, ekki síst raungreinar og tungumál þar sem áfangar mynda keðjur. Þótt námskráin frá 1999 hafi ekki átt að draga úr möguleikum yngri skóla á að veita undirbúning undir háskólanám til jafns við gömlu menntaskólana virðist mér hún samt hafa gert það en óvíða samt svo mjög að það yrði neinn héraðsbrestur. Tilraun ríkisins til að miðstýra innihaldi náms til stúdentsprófs stóð í rúman áratug. Árið 2011 gekk í gildi ný aðalnámskrá og nú var skólum aftur heimilt að ráða því að mestu hvað væri kennt. Þessi aðalnámskrá inniheldur ekki lýsingar á námsbrautum heldur viðmið um hvernig skólar mega sjálfir búa þær til. Um svipað leyti var nám til stúdentsprófs stytt úr fjórum árum í þrjú. Breytingarnar eftir 2011 eru töluverðar. Á fáum árum urðu til vel á annað hundrað mismunandi námsbrautir til stúdentsprófs. Þær eru æði margbreytilegar. Sem dæmi má nefna að til eru nokkrir tugir brauta með heiti sem innihalda „náttúruvísindi“ eða „náttúrufræði“ og þar á meðal eru brautir með aðeins þrjá stærðfræðiáfanga í brautarkjarna en einnig brautir með sjö eða fleiri stærðfræðiáfanga eins og náttúrufræðibrautir frá tímum stjórnleysisins fyrir 1999. Flestar þessar brautir eru settar saman í einum skóla fremur en með samráði kennara við nokkra skóla eins og tíðkaðist þegar námsvísar fjölbrautaskólanna urðu til fyrir 1980. Tíðarandinn er annar nú en þá enda er búið að berja það inn í skólastjórnendur og kennara síðan fyrir aldamót að skólar eigi að vera í samkeppni hver við annan fremur en að ástunda samvinnu. Það má segja um styttingu náms til stúdentsprófs rétt eins og námskrána frá 1999, að ætlunin var nokkuð örugglega ekki að vinna gegn hugsjóninni um að ungt fólk allt í kringum landið ætti jafnan kost á að búa sig undir nám í háskóla. Raunin er samt sú að fáeinir gamlir skólar, sem taka einkum við nemendum með háar einkunnir við lok grunnskóla, þjappa nú mestöllu innihaldi fjögurra námsára á þrjú ár. Þetta er hins vegar nær engin leið að gera með sundurleitan nemendahóp þar sem fáir komast jafn hratt og mestu námshestarnir. Fyrir árið 2011 var nokkurn veginn vitað hvað stúdentspróf þýddi en ég held að nú sé flóran það fjölskrúðug að ekki verði mikið ályktað um getu nemanda til að takast á við háskólanám af því einu að hann teljist hafa stúdentspróf. Það eru ekki lengur nein sameiginleg viðmið um innihald námsins. Þegar ég horfi yfir sviðið sýnist mér að ekki þurfi nema fáein lítil skref í viðbót til að færa kerfið aftur fyrir stofnun fyrstu fjölbrautaskólanna. Breytingar frá 1999 til dagsins í dag virðast hníga í þá átt að aftur verði til skólakerfi þar sem fáeinir skólar, sem bara sumir hafa aðgang að, veiti fullgildan undirbúning fyrir nemendur sem ætla til dæmis að verða læknar eða verkfræðingar. Veruleikinn er að minnsta kosti sá að á höfuðborgarsvæðinu er harður slagur hvert vor um að komast inn í skóla sem kenna enn þann dag í dag sambærilegt námsefni til stúdentsprófs og gert var fyrir 1999. Samtímis eru í boði námsleiðir til stúdentsprófs þar sem fá fög eða engin eru numin samfleytt í gegnum alla eða mestalla skólagönguna. Til að ná valdi á vísindalegri hugsun, list, tækni eða tungumáli þarf yfirleitt þjálfun sem stendur árum saman. Margir áfangar í röð í sama fagi gefa ungu fólki því tækifæri til þroska sem eru af talsvert öðru tagi en stutt kynning á námsgreinum. Þegar ekki er nein regla á því hvað stúdentar skuli kunna og sérhæfing á brautum má vera lítil sem engin þá er auðvelt fyrir skóla með fámennar stúdentsbrautir að gera hvort tveggja í senn, að segja nemendum og foreldrum að boðið sé upp á alls konar stúdentsnám og segja fjárveitingavaldinu að ekki séu kenndir neinir fámennir og óhagkvæmir áfangar. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé eitt dæmi af ótalmörgum um það hvernig markaðsvæddur nútíminn brosir jafn glaðhlakkalega við öllum, líka þeim sem hann gefur steina fyrir brauð. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun