Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 19:31 Matt Fitzpatrick skilur ekki neitt í neinu eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. getty/Minas Panagiotakis Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira