Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 19:31 Matt Fitzpatrick skilur ekki neitt í neinu eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. getty/Minas Panagiotakis Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti