Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2023 15:33 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Umhverfisráðuneytið áformar að vísað frá beiðni Hvals um undanþágu frá starfsleyfi. Ólíklegt er að hefðbundið starfsleyfi verði gefið út í tæka tíð fyrir hefðbundið upphaf hvalveiða, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Vertíðin gæti því verið í uppnámi. Getty/Arnaldur Halldórsson Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira