Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 17:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundinum í dag. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. Pútín fundaði í dag með hópi rússneskra herbloggara en á meira en tveimur tímum ræddu þeir marga anga innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þess sem Pútín sagði á fundinum var að Úkraínumenn hefðu misst 160 skriðdreka og rúmlega 360 annars konar brynvarin farartæki í gagnsókninni, sem hófst fyrir nokkrum dögum. Hann sagði Rússa hafa misst 54 skriðdreka á þessu tímabili. Ummæli Pútín um að Rússar hafi misst 54 skriðdreka í gagnsókn Úkraínumanna hafa vakið nokkra athygli. Sérstaklega vegna þess að ráðamenn í Rússlandi þykja mun líklegri til að gefa upp lægri tölur um mannfall og töpuð hergögn en raunin er. Úkraínumenn segjast hafa grandað 58 rússneskum skriðdrekum frá því á fimmtudaginn í síðustu viku og þeir þykja sömuleiðis líklegir til að ýkja tölur sem þessar. Sjálfboðaliðar sem fara yfir myndefni frá Úkraínu og Rússlandi og telja skrið- og bryndreka sem búið er að granda, auk annarra hergagna, segir tölur Pútín langt frá því sem búið er að sanna. Samkvæmt því myndefni sem meðlimir Oryx hafa skoðað hafa bæði Rússar og Úkraínumenn misst færri en tíu skriðdreka, svo staðfest sé. Talaði um aðra innrás í norðurhluta Úkraínu Pútín var spurður út í árásir rússneskra andstæðinga stjórnvalda Rússlands í Belgorod-hérað Rússlands. Þessar árásir hafa verið gerðar með stuðningi Úkraínumanna. Forsvarsmenn tveggja hópa sem hafa gert þessar árásir heita frekari áhlaupum yfir landamærin. Hann sagði að herinn myndi taka skref til að koma í veg fyrir frekari árásir og sagði að mögulega yrði skapað einhverskonar „hreint svæði“ í Úkraínu. Til þess þyrfti aðra umfangsmikla innrás í norðurhluta Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar sem vakta rússneska herinn segja að allar hersveitir Rússa séu á víglínunum í Úkraínu eða þar nærri. Þeir hafi engan herafla til að opna nýja víglínu. Útilokaði ekki herkvaðningu Forsetinn sagði einnig, samkvæmt Reuters, að engin þörf væri á frekari herkvaðningu í Rússlandi og hélt því fram að frá því í janúar hefðu rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund manns gengið til liðs við rússneska herinn. Hann vildi þó ekki útiloka að farið yrði í aðra herkvaðningu. „Sumar tölur benda til þess að við þurfum eina milljón eða tvær,“ sagði Pútín um mögulega herkvaðningu. „Það fer eftir því hvað við viljum.“ Pútín sagði einnig að engin þörf væri á herlögum í Rússlandi. Forsetinn talaði einnig um sprengingu Kakhovka stíflunnar, sem brast þann 6. júní. Hann sagði Úkraínumenn hafa skotið eldflaug úr HIMARS-vopnakerfi á stífluna. Pútín gaf þar að auki til kynna að flóðin í kjölfar þess að stíflan brast hafi komið niður á gagnsókn Úkraínumanna. Sérfræðingar segja mjög ólíklegt að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás. Öfluga sprengingu hafi þurft til og hún hafi helst þurft að eiga sér stað inn í stíflunni sjálfri. Rússar hafa stjórnað stíflunni í marga mánuði og yfirvöld í Úkraínu sögðu í október að Rússar hefðu komið þar fyrir miklu magni sprengiefna. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15 Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17 „Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Pútín fundaði í dag með hópi rússneskra herbloggara en á meira en tveimur tímum ræddu þeir marga anga innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þess sem Pútín sagði á fundinum var að Úkraínumenn hefðu misst 160 skriðdreka og rúmlega 360 annars konar brynvarin farartæki í gagnsókninni, sem hófst fyrir nokkrum dögum. Hann sagði Rússa hafa misst 54 skriðdreka á þessu tímabili. Ummæli Pútín um að Rússar hafi misst 54 skriðdreka í gagnsókn Úkraínumanna hafa vakið nokkra athygli. Sérstaklega vegna þess að ráðamenn í Rússlandi þykja mun líklegri til að gefa upp lægri tölur um mannfall og töpuð hergögn en raunin er. Úkraínumenn segjast hafa grandað 58 rússneskum skriðdrekum frá því á fimmtudaginn í síðustu viku og þeir þykja sömuleiðis líklegir til að ýkja tölur sem þessar. Sjálfboðaliðar sem fara yfir myndefni frá Úkraínu og Rússlandi og telja skrið- og bryndreka sem búið er að granda, auk annarra hergagna, segir tölur Pútín langt frá því sem búið er að sanna. Samkvæmt því myndefni sem meðlimir Oryx hafa skoðað hafa bæði Rússar og Úkraínumenn misst færri en tíu skriðdreka, svo staðfest sé. Talaði um aðra innrás í norðurhluta Úkraínu Pútín var spurður út í árásir rússneskra andstæðinga stjórnvalda Rússlands í Belgorod-hérað Rússlands. Þessar árásir hafa verið gerðar með stuðningi Úkraínumanna. Forsvarsmenn tveggja hópa sem hafa gert þessar árásir heita frekari áhlaupum yfir landamærin. Hann sagði að herinn myndi taka skref til að koma í veg fyrir frekari árásir og sagði að mögulega yrði skapað einhverskonar „hreint svæði“ í Úkraínu. Til þess þyrfti aðra umfangsmikla innrás í norðurhluta Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar sem vakta rússneska herinn segja að allar hersveitir Rússa séu á víglínunum í Úkraínu eða þar nærri. Þeir hafi engan herafla til að opna nýja víglínu. Útilokaði ekki herkvaðningu Forsetinn sagði einnig, samkvæmt Reuters, að engin þörf væri á frekari herkvaðningu í Rússlandi og hélt því fram að frá því í janúar hefðu rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund manns gengið til liðs við rússneska herinn. Hann vildi þó ekki útiloka að farið yrði í aðra herkvaðningu. „Sumar tölur benda til þess að við þurfum eina milljón eða tvær,“ sagði Pútín um mögulega herkvaðningu. „Það fer eftir því hvað við viljum.“ Pútín sagði einnig að engin þörf væri á herlögum í Rússlandi. Forsetinn talaði einnig um sprengingu Kakhovka stíflunnar, sem brast þann 6. júní. Hann sagði Úkraínumenn hafa skotið eldflaug úr HIMARS-vopnakerfi á stífluna. Pútín gaf þar að auki til kynna að flóðin í kjölfar þess að stíflan brast hafi komið niður á gagnsókn Úkraínumanna. Sérfræðingar segja mjög ólíklegt að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás. Öfluga sprengingu hafi þurft til og hún hafi helst þurft að eiga sér stað inn í stíflunni sjálfri. Rússar hafa stjórnað stíflunni í marga mánuði og yfirvöld í Úkraínu sögðu í október að Rússar hefðu komið þar fyrir miklu magni sprengiefna.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15 Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17 „Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15
Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17
„Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53