Þjónustustofnunin MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar 13. júní 2023 17:01 Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun