Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2023 21:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt að ekki hafi náðst að koma breytingum á lögreglulögum í gegn á Alþingi vegna ósamstöðu í ríkisstjórninni um þau mál. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent