Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. júní 2023 08:00 Páll Jónsson hefur setið inni á Hólmsheiði frá því að hann var handtekinn í ágúst í fyrra. Hann stígur nú fram í fyrsta sinn og segir sögu sína. Vísir/Vilhelm Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. Það vakti mikla athygli þegar fjórir íslenskir karlmenn voru handteknir fyrir tæpu ári, grunaðir um aðild að smygli á hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnin voru flutt inn í gámi frá Brasilíu, en íslenska lögreglan komst á sporið og í samvinnu við hollensk yfirvöld voru efnin gerð upptæk í Rotterdam og þeim skipt út fyrir gerviefni. Málið er langstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og andvirði efnanna ef þau hefðu komist í umferð eru um tveir milljarðar. Þrír mannanna eru á þrítugsaldri en einn sker sig verulega úr hópnum, Páll Jónsson, 68 ára gamall timbursali. Mennirnir voru allir dæmdir fyrir sína aðkomu að málinu en Páll hlaut þyngsta dóminn, tíu ára fangelsisvist. Páll hefur setið inni á Hólmsheiði frá því að hann var handtekinn þann 4. ágúst 2022. Hann stígur nú fram í fyrsta sinn. Páll vildi ekki koma fram í mynd og segir ástæðuna vera fjölskyldu sinnar vegna, til að vernda börn sín og ung barnabörn. Viðtal við Pál sem tekið var í heimsóknarrýminu í fangelsinu á Hólmsheiði má sjá í spilaranum hér að ofan. Meira og minna í einangrun í tæpt ár Páll hefur líkt og áður segir, setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn fyrir rúmum tíu mánuðum. Hann áfrýjaði dómnum, tíu ára fangelsisvist, til Landsréttar en enn er óvíst hvenær málið verður tekið fyrir þar. Páll lýsir dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri og segist vera meira og minna í einangrun. „Þú færð að fara út á milli tíu og tólf fyrri part dags og svo aftur á milli þrjú og fimm. Það er útiveran. Svo hefurðu einhverja metra til að ganga í hringi,“ segir Páll. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er.“ Páll er á gangi með fjórum mönnum en segist samsvara sér illa með öðrum föngum, þar sem þeir séu allir mun yngri en hann. Ég á enga samleið með þeim, ekki nokkra. Hefði sætt sig við fjögur til fimm ár Aðspurður um hvers vegna hann velji að stíga fram núna segist Páll gera það vegna þess hversu gríðarlega ósáttur hann sé við dóminn. „Hann á ekki við nein rök að styðjast. Ég er enginn skipuleggjandi að þessu máli. Mér þykir það rosalegt að ég sé dæmdur fyrir innflutning á 99 kílóum af kókaíni sem ég hafði bara ekki hugmynd um. Ekki hugmynd. Ég hef viðurkennt minn þátt með þessi sex kíló, það kemur skýrt fram.“ Hvað hefði þér þótt hæfilegur dómur? „Ég hefði sætt mig við fjögur til fimm ár, ég gerði það, úr því sem komið var. En þetta, nei. Ég á engan sakaferil að baki. Það segir í dómnum að ég hafi verið mjög samvinnuþýður og hafi reynt að upplýsa hluti eftir bestu getu og verið trúverðugur. Það dugir ekki til. Ég er afskaplega ósáttur við þennan dóm.“ Páll Jónsson við aðalmeðferð málsins sem fram fór í febrúar. Vísir/Vilhelm Stuttu eftir að dómur var kveðinn upp skipti Páll um verjanda og Sveinn Andri Sveinsson tók við málinu. Páll segist hafa ákveðið að fá sér annan lögmann vegna þess hve ósáttur hann var við niðurstöðu málsins. Ákvað að flytja inn efnin Páll hefur starfað við innflutning á timbri síðastliðin tuttugu ár. Hann hefur aðalega flutt inn einingahús, klæðningarefni og hurðar sem hann verslaði við framleiðanda sinn, Brasmeric í Brasilíu. Gámurinn með timbrinu sem hið mikla magn kókaínsins var falið í var fluttur inn af fyrirtæki Páls, Hús og Harðviður, sem hann stofnaði árið 2020. Páll lýsir því að Birgir Halldórsson, sem hlaut átta ára dóm fyrir sinn þátt, hafi komið að máli við sig og beðið hann að panta fyrir sig einingahús. „Það var bara hið besta mál, ekkert meira um það að segja, bara eðlileg viðskipti,“ útskýrir Páll. Í framhaldi af því segir hann að Birgir hafi aftur haft samband og beðið sig um að panta meira. Og í þetta sinn ætti sendingin að innihalda fíkniefni. „Ég kom með þá hugmynd að hann myndi setja efni í staura og útskýrði hvernig það myndi vera. Hann sagði að þetta myndu vera svona sex kíló.“ Páll vildi ekki koma fram í mynd og segist hafa tekið þá ákvörðun til að vernda að vernda börn sín og ung barnabörn. Siðasta ár hafi reynt gríðarlega á alla fjölskylduna. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvers vegna hann, 67 ára gamall maður með hreina sakaskrá, hafi tekið þá ákvörðun að flytja inn fíkniefni er fátt um svör. „Veistu, ég hef oft hugsað út í það. Ég var búinn að ákveða að hætta.“ Hætta að vinna? „Já. Bara hætta innflutningi, ég var orðinn leiður á að standa í þessu. Það var mikið vesen sem fylgdi þessu í Covid og svona. Þannig ég var bara búinn að ákveða það. En þetta er afdrifarík ákvörðun og ég verð að standa með því.“ Það er augljóst að gríðarlegar háar upphæðir þurfi til að fjármagna innflutning á hundrað kílóum af kókaíni. Páll segist ekki hafa hugmynd um hver stóð að baki fjármögnunarinnar. „Ég er ekkert inni í þeim málum. Ég var aldrei upplýstur um neitt, þetta kemur út eins og ég sé burðardýr, það er svo einfalt. Upplifir þú þig sem burðardýr? „Já, algjörlega. Ég hef ekki neitt með skipulagningu að gera, ég flyt bara þennan gám inn eins og ég hef flutt inn marga aðra gáma. Þetta er ekki flóknara enn það.“ Segist ekki hafa nein tengsl við Svedda tönn Talið berst að nýlegum fréttum af stórum fíkniefnahring sem upprættur var í Brasilíu fyrir nokkrum vikum. Íslenskir lögreglumenn komu að þeim aðgerðum þar sem íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn ásamt fleirum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort sá fíkniefnahringur tengist Stóra kókaínmálinu. „Ég get ekki sagt neitt um það, þekki ekki málið,“ segir Páll. „Ég hef bara heyrt þetta nafn, Sveddi tönn, en hef ekki hugmynd um hver það er. Ég hef bara lesið um hann í blöðunum eins og gengur og gerist. Engin samskipti, ekki neitt. Aldrei.“ „Það er mörgu sem er ósvarað“ Hinir mennirnir hlutu sex til átta ára fangelsisdóma en Páll, líkt og áður segir, tíu ára dóm. „Ég vildi að ég gæti svarað því, ég veit það ekki,“ segir Páll, spurður um hvers vegna hann telji að hann hafi hlotið þyngsta dóminn. Hollenskir tollverðir fundu efnin, hundrað kíló af kókaíni í gám fullum af timbri sem Páll Jónsson flutti inn. Hann hefur viðurkennt að hafa vitað af efnunum en heldur því staðfastlega fram að hann hafi staðið í þeirri trú að um sex til sjö kíló væri að ræða. „Þeir líta á mig sem einhvern forsprakka samkvæmt þessu, það hlýtur að vera. Við megum ekki gleyma því að það er mjög athyglisvert að ég er búinn að vera vistaður á Hólmsheiði í tíu og hálfan mánuð. Þessir tveir menn, ég veit ekki með Daða, ég hef aldrei séð hann nema í réttarsal, þeir voru hérna í ellefu daga í einangrun og svo fóru þeir saman á Litla-hraun og eru búnir að vera þar síðan.“ Mennirnir sem Páll vísar til eru þeir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr. „Enda hvernig þeir setja þetta saman, vinirnir, í dómssal. Þeir sögðust hafa komið að þessu máli í maí, verið beðnir um að arinsera hinum og þessum hlutum. Ég er einn á móti þeim þar, þetta er náttúrulega bara grín. Og enginn veit neitt. Og lögreglan missir þarna menn sem eru í hljóðupptökum. Það er mörgu sem er ósvarað.“ Páll hafði skjal meðferðis sem hann telur að sé lykilgagn í málinu. Það sýnir handrit af hljóðupptöku sem tekið var upp með hlerunarbúnaði daginn fyrir handtöku. Um er að ræða samtal milli Páls og Jóhannesar. „Ég segi þarna að þetta séu staurar, stærðin og lengdin á þeim,“ segir Páll. „Og ég segi að ég vilji að allar holur [sem efnin voru falin í] fari í burtu. Þá eru kannski eftir 120 sentímetrar öðrum megin og sjötíu hinum megin. Þannig það færu tíu sentimetrar af staurnum. Þetta var í sjö staurum, átti upphaflega að vera í sex en ókei. Samkvæmt þessu þá er hámark sem þú getur komið í þetta sjö kíló með hundrað prósent nýtni. En það kom bara allt annað í ljós.“ Og þetta telur þú vera lykilgagn í málinu? „Þetta er lykilgagn. Mér finnst það skipta mjög miklu máli. Þarna er ég að segja í rauninni það sem ég veit, algjörlega.“ Telur sig vita hver kom lögreglu á sporið Við aðalmeðferð málsins kom fram að íslenska lögreglan hafi komist á snoðir um kókaínsendinguna eftir trausta ábendingu sem reyndist á rökum reyst. Páll telur sig vita hver það er sem gaf lögreglunni þær upplýsingar, en telur óábyrgt að upplýsa um það á þessum tímapunkti. „Þetta eru góðkunningjar ákveðinna lögreglumanna innan fíkniefnadeildarinnar. Það fer ekki á milli neinna mála. Og hvað fengu þeir í staðinn? Ég hef ýmsar hugmyndir um það, ég hef það.“ Páll hefur jafnframt margt að athuga við rannsókn lögreglunnar. „Af hverju var ekki gámurinn sendur beint til Íslands? Þá hefðu þeir fengið alla þessa menn sem stóðu á bak við þetta. Það segir sig sjálft, en það var ekki gert.“ Heldurðu að höfuðpaurarnir gangi ennþá lausir? „Ég er ekki í neinum vafa um það. Það er líka athyglisvert að Daði er tekinn áður en hann ætlar að afhenda efnin. Vegna hvers, ég er ekki alveg að grípa það. Þetta er eitthvað sem lögreglan hlýtur að geta svarað fyrir.“ Segist hafa verið í losti í skýrslutökum Karl Eyjólfur Karlsson stjórnaði rannsókn málsins. Páll lýsir því þegar Karl kom og ræddi við sig daginn eftir handtöku. „Hann kemur tíu eða ellefu að morgni og talar við mig eins og hann sé búinn að þekkja mig í gegnum tíðina, ég hef aldrei séð hann. Ég bara áttaði mig ekki á þessu og skildi þetta ekki,“ rifjar Páll upp. „Hann biður mig að koma þarna niður í myndatöku og fingraför. Svo segir hann að hann vilji aðeins tala við mig, biður mig að koma afsíðis, sem ég geri. Þá las hann yfir mér að samvinnan væri öllum fyrir bestu.“ Páll segir að Karl hafi á þessum tímapunkti upplýst sig um hversu mikið magn kókaíns væri að ræða. „Hann segir að þetta séu allavega fimmtíu kíló og gott betur en það. Fimmtíu kíló, maður fær bara algjört áfall. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, mér var rosalega brugðið.“ „Svo kemur þetta, hvað ég átti að fá fyrir þetta. Það var eiginlega hann sem giskaði í þessar eyður fyrir mig. Ég var ekki með lögmann.“ Og hvað var þetta sem þú áttir að fá fyrir þetta? Ja, ég hlýt að fá einhverja góða peninga fyrir þetta. Það var aldrei rætt. Það fór aldrei svo langt á milli mín og Birgis, hann átti bara að gera vel fyrir mig. Það er bara rétt og satt. Það er þessi Karl sem kemur með sirka þrjátíu milljónir, það hlýtur að vera raunhæft. Svo er þetta komið í blöðunum daginn eftir. Þetta er svona hluti af þessu leikriti lögreglunnar og hvernig þeir vinna.“ Páll segist þarna hafa verið í algjöru losti. „Og þegar ég les yfir þessar tvær skýrslutökur þá er ég bara algjörlega úti á túni. Ég er bara ekki með sjálfum mér. Þeir eiginlega röðuðu þessu upp eftir eigin geðþótta, ég orða það bara þannig. Svo þegar ég fór að átta mig á þessu þá dró ég þetta til baka en það var ekkert horft í það. Þeir voru með þetta allt á hreinu. Svo er það hvernig þessir menn hverfa úr höndum þeirra. Búnir að vera með þá á hljóðupptöku og meira og meira,svo hverfa þeir bara.“ Huldumaðurinn Nonni gengur enn laus, einn höfuðpaur í málinu. Það eina sem lögreglan hefur í höndunum er mynd úr öryggismyndavél þar sem Daði Björnsson, sem hlaut sex ára og sex mánaða fangelsisdóm hittir Nonna við Hótel Holt skömmu fyrir handtöku. Það eina sem sést af Nonna eru ljósar buxur og hvítir strigaskór.Vísir/Vilhelm Ertu þá að tala um þessa menn sem áttu að taka við efnunum? „Já, þessi Nonni.“ Veist þú hver Nonni er? Nei, því miður. Ég segi það bara því miður, það er bara þannig. Ég veit hver Birgir er, þessi maður sem ég fékk upplýsingar frá í gegnum Jóhannes. Það voru afskaplega takmarkaðar upplýsingar sem ég fékk, ég fékk aldrei að vita neitt í raun og veru. Það var bara þannig.“ Hvers vegna ert þú einn hérna á Hólmsheiði en allir hinir úr málinu á Litla Hrauni? Ég vil bara helst ekki vera innan um þessa menn, það er alveg á hreinu, ég hef ekki nokkurn áhuga á því. En afhverju mér er haldið hér, það er góð spurning, ég bara veit það ekki. Ég er búinn að áfrýja í hvert sinn sem ég er úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það er alltaf sömu rökin. Eru það vegna almannahagsmuna? „Er það ekki það sem þeir vitna alltaf í?“ Telurðu að þú sért hættulegur samfélaginu? „Samkvæmt þessu hlýt ég að vera það, það bara hlýtur að vera. Það getur ekki annað verið.“ „Hún er ekki björt framtíðin. Maður bara koðnar niður, maður verður einhvernveginn svo samdauna, maður hreinlega gefst upp,“ segir Páll Jónsson, 68 ára, sem afplánar nú tíu ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnainnflutning og skipulagða glæpastarfsemi.Vísir/Vilhelm „Maður hreinlega gefst upp“ Páll segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun að hafa tekið þátt í að flytja inn efnin. Það hafi tekið mjög á hann enn einnig haft gríðarlega slæm áhrif á fjölskylduna hans. „Mjög, mjög slæm, algjörlega eins og ber að skilja. Þau eru þolendur, konan mín og börn ásamt barnabörnum.“ Aðspurður um hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér segir Páll að eins og staðan sé í dag sé ekki bjart framundan. „Ég veit ekki hvort mér verði haldið hér áfram í gæsluvarðhaldi. Maður bara koðnar niður, maður verður einhvern veginn svo samdauna, maður hreinlega gefst upp.“ Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt. 5. apríl 2023 10:04 Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 5. apríl 2023 22:37 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. 20. janúar 2023 19:47 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar fjórir íslenskir karlmenn voru handteknir fyrir tæpu ári, grunaðir um aðild að smygli á hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnin voru flutt inn í gámi frá Brasilíu, en íslenska lögreglan komst á sporið og í samvinnu við hollensk yfirvöld voru efnin gerð upptæk í Rotterdam og þeim skipt út fyrir gerviefni. Málið er langstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og andvirði efnanna ef þau hefðu komist í umferð eru um tveir milljarðar. Þrír mannanna eru á þrítugsaldri en einn sker sig verulega úr hópnum, Páll Jónsson, 68 ára gamall timbursali. Mennirnir voru allir dæmdir fyrir sína aðkomu að málinu en Páll hlaut þyngsta dóminn, tíu ára fangelsisvist. Páll hefur setið inni á Hólmsheiði frá því að hann var handtekinn þann 4. ágúst 2022. Hann stígur nú fram í fyrsta sinn. Páll vildi ekki koma fram í mynd og segir ástæðuna vera fjölskyldu sinnar vegna, til að vernda börn sín og ung barnabörn. Viðtal við Pál sem tekið var í heimsóknarrýminu í fangelsinu á Hólmsheiði má sjá í spilaranum hér að ofan. Meira og minna í einangrun í tæpt ár Páll hefur líkt og áður segir, setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn fyrir rúmum tíu mánuðum. Hann áfrýjaði dómnum, tíu ára fangelsisvist, til Landsréttar en enn er óvíst hvenær málið verður tekið fyrir þar. Páll lýsir dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri og segist vera meira og minna í einangrun. „Þú færð að fara út á milli tíu og tólf fyrri part dags og svo aftur á milli þrjú og fimm. Það er útiveran. Svo hefurðu einhverja metra til að ganga í hringi,“ segir Páll. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er.“ Páll er á gangi með fjórum mönnum en segist samsvara sér illa með öðrum föngum, þar sem þeir séu allir mun yngri en hann. Ég á enga samleið með þeim, ekki nokkra. Hefði sætt sig við fjögur til fimm ár Aðspurður um hvers vegna hann velji að stíga fram núna segist Páll gera það vegna þess hversu gríðarlega ósáttur hann sé við dóminn. „Hann á ekki við nein rök að styðjast. Ég er enginn skipuleggjandi að þessu máli. Mér þykir það rosalegt að ég sé dæmdur fyrir innflutning á 99 kílóum af kókaíni sem ég hafði bara ekki hugmynd um. Ekki hugmynd. Ég hef viðurkennt minn þátt með þessi sex kíló, það kemur skýrt fram.“ Hvað hefði þér þótt hæfilegur dómur? „Ég hefði sætt mig við fjögur til fimm ár, ég gerði það, úr því sem komið var. En þetta, nei. Ég á engan sakaferil að baki. Það segir í dómnum að ég hafi verið mjög samvinnuþýður og hafi reynt að upplýsa hluti eftir bestu getu og verið trúverðugur. Það dugir ekki til. Ég er afskaplega ósáttur við þennan dóm.“ Páll Jónsson við aðalmeðferð málsins sem fram fór í febrúar. Vísir/Vilhelm Stuttu eftir að dómur var kveðinn upp skipti Páll um verjanda og Sveinn Andri Sveinsson tók við málinu. Páll segist hafa ákveðið að fá sér annan lögmann vegna þess hve ósáttur hann var við niðurstöðu málsins. Ákvað að flytja inn efnin Páll hefur starfað við innflutning á timbri síðastliðin tuttugu ár. Hann hefur aðalega flutt inn einingahús, klæðningarefni og hurðar sem hann verslaði við framleiðanda sinn, Brasmeric í Brasilíu. Gámurinn með timbrinu sem hið mikla magn kókaínsins var falið í var fluttur inn af fyrirtæki Páls, Hús og Harðviður, sem hann stofnaði árið 2020. Páll lýsir því að Birgir Halldórsson, sem hlaut átta ára dóm fyrir sinn þátt, hafi komið að máli við sig og beðið hann að panta fyrir sig einingahús. „Það var bara hið besta mál, ekkert meira um það að segja, bara eðlileg viðskipti,“ útskýrir Páll. Í framhaldi af því segir hann að Birgir hafi aftur haft samband og beðið sig um að panta meira. Og í þetta sinn ætti sendingin að innihalda fíkniefni. „Ég kom með þá hugmynd að hann myndi setja efni í staura og útskýrði hvernig það myndi vera. Hann sagði að þetta myndu vera svona sex kíló.“ Páll vildi ekki koma fram í mynd og segist hafa tekið þá ákvörðun til að vernda að vernda börn sín og ung barnabörn. Siðasta ár hafi reynt gríðarlega á alla fjölskylduna. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvers vegna hann, 67 ára gamall maður með hreina sakaskrá, hafi tekið þá ákvörðun að flytja inn fíkniefni er fátt um svör. „Veistu, ég hef oft hugsað út í það. Ég var búinn að ákveða að hætta.“ Hætta að vinna? „Já. Bara hætta innflutningi, ég var orðinn leiður á að standa í þessu. Það var mikið vesen sem fylgdi þessu í Covid og svona. Þannig ég var bara búinn að ákveða það. En þetta er afdrifarík ákvörðun og ég verð að standa með því.“ Það er augljóst að gríðarlegar háar upphæðir þurfi til að fjármagna innflutning á hundrað kílóum af kókaíni. Páll segist ekki hafa hugmynd um hver stóð að baki fjármögnunarinnar. „Ég er ekkert inni í þeim málum. Ég var aldrei upplýstur um neitt, þetta kemur út eins og ég sé burðardýr, það er svo einfalt. Upplifir þú þig sem burðardýr? „Já, algjörlega. Ég hef ekki neitt með skipulagningu að gera, ég flyt bara þennan gám inn eins og ég hef flutt inn marga aðra gáma. Þetta er ekki flóknara enn það.“ Segist ekki hafa nein tengsl við Svedda tönn Talið berst að nýlegum fréttum af stórum fíkniefnahring sem upprættur var í Brasilíu fyrir nokkrum vikum. Íslenskir lögreglumenn komu að þeim aðgerðum þar sem íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn ásamt fleirum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort sá fíkniefnahringur tengist Stóra kókaínmálinu. „Ég get ekki sagt neitt um það, þekki ekki málið,“ segir Páll. „Ég hef bara heyrt þetta nafn, Sveddi tönn, en hef ekki hugmynd um hver það er. Ég hef bara lesið um hann í blöðunum eins og gengur og gerist. Engin samskipti, ekki neitt. Aldrei.“ „Það er mörgu sem er ósvarað“ Hinir mennirnir hlutu sex til átta ára fangelsisdóma en Páll, líkt og áður segir, tíu ára dóm. „Ég vildi að ég gæti svarað því, ég veit það ekki,“ segir Páll, spurður um hvers vegna hann telji að hann hafi hlotið þyngsta dóminn. Hollenskir tollverðir fundu efnin, hundrað kíló af kókaíni í gám fullum af timbri sem Páll Jónsson flutti inn. Hann hefur viðurkennt að hafa vitað af efnunum en heldur því staðfastlega fram að hann hafi staðið í þeirri trú að um sex til sjö kíló væri að ræða. „Þeir líta á mig sem einhvern forsprakka samkvæmt þessu, það hlýtur að vera. Við megum ekki gleyma því að það er mjög athyglisvert að ég er búinn að vera vistaður á Hólmsheiði í tíu og hálfan mánuð. Þessir tveir menn, ég veit ekki með Daða, ég hef aldrei séð hann nema í réttarsal, þeir voru hérna í ellefu daga í einangrun og svo fóru þeir saman á Litla-hraun og eru búnir að vera þar síðan.“ Mennirnir sem Páll vísar til eru þeir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr. „Enda hvernig þeir setja þetta saman, vinirnir, í dómssal. Þeir sögðust hafa komið að þessu máli í maí, verið beðnir um að arinsera hinum og þessum hlutum. Ég er einn á móti þeim þar, þetta er náttúrulega bara grín. Og enginn veit neitt. Og lögreglan missir þarna menn sem eru í hljóðupptökum. Það er mörgu sem er ósvarað.“ Páll hafði skjal meðferðis sem hann telur að sé lykilgagn í málinu. Það sýnir handrit af hljóðupptöku sem tekið var upp með hlerunarbúnaði daginn fyrir handtöku. Um er að ræða samtal milli Páls og Jóhannesar. „Ég segi þarna að þetta séu staurar, stærðin og lengdin á þeim,“ segir Páll. „Og ég segi að ég vilji að allar holur [sem efnin voru falin í] fari í burtu. Þá eru kannski eftir 120 sentímetrar öðrum megin og sjötíu hinum megin. Þannig það færu tíu sentimetrar af staurnum. Þetta var í sjö staurum, átti upphaflega að vera í sex en ókei. Samkvæmt þessu þá er hámark sem þú getur komið í þetta sjö kíló með hundrað prósent nýtni. En það kom bara allt annað í ljós.“ Og þetta telur þú vera lykilgagn í málinu? „Þetta er lykilgagn. Mér finnst það skipta mjög miklu máli. Þarna er ég að segja í rauninni það sem ég veit, algjörlega.“ Telur sig vita hver kom lögreglu á sporið Við aðalmeðferð málsins kom fram að íslenska lögreglan hafi komist á snoðir um kókaínsendinguna eftir trausta ábendingu sem reyndist á rökum reyst. Páll telur sig vita hver það er sem gaf lögreglunni þær upplýsingar, en telur óábyrgt að upplýsa um það á þessum tímapunkti. „Þetta eru góðkunningjar ákveðinna lögreglumanna innan fíkniefnadeildarinnar. Það fer ekki á milli neinna mála. Og hvað fengu þeir í staðinn? Ég hef ýmsar hugmyndir um það, ég hef það.“ Páll hefur jafnframt margt að athuga við rannsókn lögreglunnar. „Af hverju var ekki gámurinn sendur beint til Íslands? Þá hefðu þeir fengið alla þessa menn sem stóðu á bak við þetta. Það segir sig sjálft, en það var ekki gert.“ Heldurðu að höfuðpaurarnir gangi ennþá lausir? „Ég er ekki í neinum vafa um það. Það er líka athyglisvert að Daði er tekinn áður en hann ætlar að afhenda efnin. Vegna hvers, ég er ekki alveg að grípa það. Þetta er eitthvað sem lögreglan hlýtur að geta svarað fyrir.“ Segist hafa verið í losti í skýrslutökum Karl Eyjólfur Karlsson stjórnaði rannsókn málsins. Páll lýsir því þegar Karl kom og ræddi við sig daginn eftir handtöku. „Hann kemur tíu eða ellefu að morgni og talar við mig eins og hann sé búinn að þekkja mig í gegnum tíðina, ég hef aldrei séð hann. Ég bara áttaði mig ekki á þessu og skildi þetta ekki,“ rifjar Páll upp. „Hann biður mig að koma þarna niður í myndatöku og fingraför. Svo segir hann að hann vilji aðeins tala við mig, biður mig að koma afsíðis, sem ég geri. Þá las hann yfir mér að samvinnan væri öllum fyrir bestu.“ Páll segir að Karl hafi á þessum tímapunkti upplýst sig um hversu mikið magn kókaíns væri að ræða. „Hann segir að þetta séu allavega fimmtíu kíló og gott betur en það. Fimmtíu kíló, maður fær bara algjört áfall. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, mér var rosalega brugðið.“ „Svo kemur þetta, hvað ég átti að fá fyrir þetta. Það var eiginlega hann sem giskaði í þessar eyður fyrir mig. Ég var ekki með lögmann.“ Og hvað var þetta sem þú áttir að fá fyrir þetta? Ja, ég hlýt að fá einhverja góða peninga fyrir þetta. Það var aldrei rætt. Það fór aldrei svo langt á milli mín og Birgis, hann átti bara að gera vel fyrir mig. Það er bara rétt og satt. Það er þessi Karl sem kemur með sirka þrjátíu milljónir, það hlýtur að vera raunhæft. Svo er þetta komið í blöðunum daginn eftir. Þetta er svona hluti af þessu leikriti lögreglunnar og hvernig þeir vinna.“ Páll segist þarna hafa verið í algjöru losti. „Og þegar ég les yfir þessar tvær skýrslutökur þá er ég bara algjörlega úti á túni. Ég er bara ekki með sjálfum mér. Þeir eiginlega röðuðu þessu upp eftir eigin geðþótta, ég orða það bara þannig. Svo þegar ég fór að átta mig á þessu þá dró ég þetta til baka en það var ekkert horft í það. Þeir voru með þetta allt á hreinu. Svo er það hvernig þessir menn hverfa úr höndum þeirra. Búnir að vera með þá á hljóðupptöku og meira og meira,svo hverfa þeir bara.“ Huldumaðurinn Nonni gengur enn laus, einn höfuðpaur í málinu. Það eina sem lögreglan hefur í höndunum er mynd úr öryggismyndavél þar sem Daði Björnsson, sem hlaut sex ára og sex mánaða fangelsisdóm hittir Nonna við Hótel Holt skömmu fyrir handtöku. Það eina sem sést af Nonna eru ljósar buxur og hvítir strigaskór.Vísir/Vilhelm Ertu þá að tala um þessa menn sem áttu að taka við efnunum? „Já, þessi Nonni.“ Veist þú hver Nonni er? Nei, því miður. Ég segi það bara því miður, það er bara þannig. Ég veit hver Birgir er, þessi maður sem ég fékk upplýsingar frá í gegnum Jóhannes. Það voru afskaplega takmarkaðar upplýsingar sem ég fékk, ég fékk aldrei að vita neitt í raun og veru. Það var bara þannig.“ Hvers vegna ert þú einn hérna á Hólmsheiði en allir hinir úr málinu á Litla Hrauni? Ég vil bara helst ekki vera innan um þessa menn, það er alveg á hreinu, ég hef ekki nokkurn áhuga á því. En afhverju mér er haldið hér, það er góð spurning, ég bara veit það ekki. Ég er búinn að áfrýja í hvert sinn sem ég er úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það er alltaf sömu rökin. Eru það vegna almannahagsmuna? „Er það ekki það sem þeir vitna alltaf í?“ Telurðu að þú sért hættulegur samfélaginu? „Samkvæmt þessu hlýt ég að vera það, það bara hlýtur að vera. Það getur ekki annað verið.“ „Hún er ekki björt framtíðin. Maður bara koðnar niður, maður verður einhvernveginn svo samdauna, maður hreinlega gefst upp,“ segir Páll Jónsson, 68 ára, sem afplánar nú tíu ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnainnflutning og skipulagða glæpastarfsemi.Vísir/Vilhelm „Maður hreinlega gefst upp“ Páll segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun að hafa tekið þátt í að flytja inn efnin. Það hafi tekið mjög á hann enn einnig haft gríðarlega slæm áhrif á fjölskylduna hans. „Mjög, mjög slæm, algjörlega eins og ber að skilja. Þau eru þolendur, konan mín og börn ásamt barnabörnum.“ Aðspurður um hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér segir Páll að eins og staðan sé í dag sé ekki bjart framundan. „Ég veit ekki hvort mér verði haldið hér áfram í gæsluvarðhaldi. Maður bara koðnar niður, maður verður einhvern veginn svo samdauna, maður hreinlega gefst upp.“
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt. 5. apríl 2023 10:04 Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 5. apríl 2023 22:37 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. 20. janúar 2023 19:47 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt. 5. apríl 2023 10:04
Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 5. apríl 2023 22:37
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. 20. janúar 2023 19:47