„Sviðið sem þið munuð stíga á til þess að skemmta fólki, Ra‘anana Park Amphitheatre, er byggt á rústum fjögurra palenstínskra samfélaga,“ kemur fram í færslunni, sem Sema nefnir opið bréf til hljómsveitarinnar Kaleo.
Hljómsveitin hefur ferðast með tónleika um heim allan á árinu og stefnir á tónleikahald í borginni Ra‘anana í Ísrael þann 22. júní næstkomandi.
„Með því að spila á þessum tónleikum munu þið fara í sögubækurnar sem hljómsveit sem studdi og hagnaðist af nýlendustefnu og landráni ísraelskra stjórnvalda. Þið munuð fara í sögubækurnar sem hljómsveit sem tók þátt í hvítþvotti á þjóðernishreinsun ísraelsríkis á Palestínu,“ segir í færslunni. Sema líkir tónleikum Israel við að hafa spilað á tónleikum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi.
Þá vekur hún athygli á því að hátt í 700 unnendur Kaleo hafi skrifað undir lista og þar með hvatt hljómsveitina til þess að hætta við tónleikana.
Færsluna í heild sinni má sjá hér.