Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 07:02 Ákærurnar á hendur Trump virðast ekki hafa haft áhrif á stuðning við hann í forvali Repúblikana. AP/Andrew Harnik „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira