Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 11:01 Jay Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að tilkynnt var um samruna PGA og LIV. Michael Reaves/Getty Images Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum. Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér. Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega. Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan. „Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni. „Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“ Joint Statement from TOUR Commissioner Jay Monahan and the PGA TOUR Policy Boardhttps://t.co/ZwqdKvJ9yv— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) June 14, 2023 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér. Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega. Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan. „Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni. „Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“ Joint Statement from TOUR Commissioner Jay Monahan and the PGA TOUR Policy Boardhttps://t.co/ZwqdKvJ9yv— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) June 14, 2023
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira