Barnabarn mafíósans í sex mánaða bann fyrir slagsmálin við Mayweather Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 14:30 Bardagi Floyds Mayweather og Johns Gotti III leystist upp í vitleysu. vísir/getty John Gotti III hefur verið dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa stofnað til slagsmála eftir sýningarbardaga gegn Floyd Mayweather. Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017. Box Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Sáu ekki til sólar en unnu samt Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira
Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017.
Box Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Sáu ekki til sólar en unnu samt Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira