„Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 20:58 Guðni og Hlynur Eiríksson, þjálfarar FH. Vísir/Hulda Margrét „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum,“ segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikstíl liðsins. Liðið pressar vægast sagt ofarlega á vellinum og setur andstæðinga sína undir mikla pressu. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir stýra FH liðinu með harðri hendi. Vísir tók Guðna tali og forvitnaðis um ástæðu þess að láta liðið fara í jafn djarfa pressu og raun ber vitni. Slíkur leikstíll þarfnast mikillar þjálfunnar. Bæði hvað skipulag varðar en ekki síst fyrir líkamlegt atgerfi leikmanna. „Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár. Frá því við féllum á Covid tímabilinu höfum við unnið að þessu. Það tekur tíma að þróa svona stíl og byggja eitthvað DNA,“ segir Guðni. FH-ingar fagna öðru marki sínu, í 2-0 sigri liðsins, gegn Selfossi.Vísir/Hulda margrét FH var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildinni árið 2021. Liðið fékk hinsvegar fjórum stigum minna en Afturelding og sat eftir með sárt ennið það árið. Í fyrra unnu FH-ingar Lengjudeildina, fór taplaust í gegnum tímabilið og spilaði frábæran fótbolta. „Það var gæfuspor að liðið fór ekki upp það ár. Vegna þess að við vorum ekki tilbúin og þurftum annað ár í Lengjudeildinni til að þróa og betrumbæta leikstíl liðsins. Við töldum að liðið væri klárlega tilbúið til þess að fara upp í efstu deild í fyrra,“ segir Guðni. Á þessu tímabili byrjaði FH deildina á að tapa 4-1 gegn Þrótti. Í þeim leik var varnarleikur liðsins slæmur og liðið leit ekki vel út án boltans. Næsti leikur tapaðist 2-0 gegn Íslandsmeisturunum og spá Vísis um að FH myndi falla passaði vel við byrjunina. Eftir það hefur liðið jafnt og þétt rétt úr kútnum. Vann 2-0 sigur á Stjörnunni, í síðustu umferð. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Sigurinn var sá þriðji í röðinni og liðið virkar sannfærandi og vel skipulagt. „Þetta hefur gengið vel. Stelpurnar hafa náð að aðlagast deildinni hratt og örugglega. Fyrstu leikirnir voru sveiflukenndir en að sama skapi á mörgum sviðum góðir. Við gáfum liðunum leik, þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Við vissum að það væri tímaspursmál hvenær þetta myndi fara að detta. Við náðum að laga þá hluti sem við sáum þörf á að laga,“ segir Guðni. Hann segir að undirbúningstímabilið hafi verið algjör lykill í að spila boltann sem það vill spila. Guðni, Hlynur og Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari liðsins, þjálfuðu liðið til þess að hlaupa mikið og hlaupa hreinlega yfir andstæðinginn. „Við unnum á kerfisbundinn hátt að því að auka hlaupagetu og kraft liðsins. Allar mælingar og tölur sýndu og gáfu okkur trú á því að við værum að gera rétta hluti. Við erum með frábæran styrktarþjálfara í Hirti. Undir handleiðslu hans sáum við mikinn mun á liðinu og við náðum nánast öllum leikmönnum upp í elítu tölur. Við vitum að mikil hlaupageta skiptir gríðarlega miklu máli til að geta spilað þennan fótbolta sem við viljum spila. Tölurnar á móti Stjörnunni sýna okkur gríðarlega hlaupavinnu, frá öftustu línu og upp í fremstu línu. Það sem allir leikmenn liðsins hlupu yfir tíu kílómetra og sprett tölur voru háar,“ segir Guðni. FH er með jafnmörg stig og Þróttur í þriðja til fjórða sæti. Þremur minna en Breiðablik og sex stigum minna en Íslandsmeistarar Vals. Leikstíll FH-liðsins hefur vakið gríðarlega athygli. Liðið er í fjórða sæti í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir en liðinu var spáð falli fyrir mót. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sú spá rætist eða hvort FH haldi áfram á sömu braut. Næsti leikur í deildinni er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, í Mjólkurbikarnum. Liðin spila aftur en þá í Bestu deildinni 21. júní, þá í Kaplakrika. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. FH Besta deild kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Liðið pressar vægast sagt ofarlega á vellinum og setur andstæðinga sína undir mikla pressu. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir stýra FH liðinu með harðri hendi. Vísir tók Guðna tali og forvitnaðis um ástæðu þess að láta liðið fara í jafn djarfa pressu og raun ber vitni. Slíkur leikstíll þarfnast mikillar þjálfunnar. Bæði hvað skipulag varðar en ekki síst fyrir líkamlegt atgerfi leikmanna. „Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár. Frá því við féllum á Covid tímabilinu höfum við unnið að þessu. Það tekur tíma að þróa svona stíl og byggja eitthvað DNA,“ segir Guðni. FH-ingar fagna öðru marki sínu, í 2-0 sigri liðsins, gegn Selfossi.Vísir/Hulda margrét FH var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildinni árið 2021. Liðið fékk hinsvegar fjórum stigum minna en Afturelding og sat eftir með sárt ennið það árið. Í fyrra unnu FH-ingar Lengjudeildina, fór taplaust í gegnum tímabilið og spilaði frábæran fótbolta. „Það var gæfuspor að liðið fór ekki upp það ár. Vegna þess að við vorum ekki tilbúin og þurftum annað ár í Lengjudeildinni til að þróa og betrumbæta leikstíl liðsins. Við töldum að liðið væri klárlega tilbúið til þess að fara upp í efstu deild í fyrra,“ segir Guðni. Á þessu tímabili byrjaði FH deildina á að tapa 4-1 gegn Þrótti. Í þeim leik var varnarleikur liðsins slæmur og liðið leit ekki vel út án boltans. Næsti leikur tapaðist 2-0 gegn Íslandsmeisturunum og spá Vísis um að FH myndi falla passaði vel við byrjunina. Eftir það hefur liðið jafnt og þétt rétt úr kútnum. Vann 2-0 sigur á Stjörnunni, í síðustu umferð. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Sigurinn var sá þriðji í röðinni og liðið virkar sannfærandi og vel skipulagt. „Þetta hefur gengið vel. Stelpurnar hafa náð að aðlagast deildinni hratt og örugglega. Fyrstu leikirnir voru sveiflukenndir en að sama skapi á mörgum sviðum góðir. Við gáfum liðunum leik, þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Við vissum að það væri tímaspursmál hvenær þetta myndi fara að detta. Við náðum að laga þá hluti sem við sáum þörf á að laga,“ segir Guðni. Hann segir að undirbúningstímabilið hafi verið algjör lykill í að spila boltann sem það vill spila. Guðni, Hlynur og Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari liðsins, þjálfuðu liðið til þess að hlaupa mikið og hlaupa hreinlega yfir andstæðinginn. „Við unnum á kerfisbundinn hátt að því að auka hlaupagetu og kraft liðsins. Allar mælingar og tölur sýndu og gáfu okkur trú á því að við værum að gera rétta hluti. Við erum með frábæran styrktarþjálfara í Hirti. Undir handleiðslu hans sáum við mikinn mun á liðinu og við náðum nánast öllum leikmönnum upp í elítu tölur. Við vitum að mikil hlaupageta skiptir gríðarlega miklu máli til að geta spilað þennan fótbolta sem við viljum spila. Tölurnar á móti Stjörnunni sýna okkur gríðarlega hlaupavinnu, frá öftustu línu og upp í fremstu línu. Það sem allir leikmenn liðsins hlupu yfir tíu kílómetra og sprett tölur voru háar,“ segir Guðni. FH er með jafnmörg stig og Þróttur í þriðja til fjórða sæti. Þremur minna en Breiðablik og sex stigum minna en Íslandsmeistarar Vals. Leikstíll FH-liðsins hefur vakið gríðarlega athygli. Liðið er í fjórða sæti í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir en liðinu var spáð falli fyrir mót. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sú spá rætist eða hvort FH haldi áfram á sömu braut. Næsti leikur í deildinni er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, í Mjólkurbikarnum. Liðin spila aftur en þá í Bestu deildinni 21. júní, þá í Kaplakrika. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
FH Besta deild kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira