Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2023 15:21 Bjarni hefur nú svarað spurningum Skúla Magnússonar umboðsmanns Alþingis um hæfi og fleira, við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf., og ráðuneytið afhent gögn. Björn Leví segir fjármálaráðherra koma sé hjá því að svara nokkru um aðalatriði máls. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira