Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 09:19 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira