„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2023 15:20 Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss á sérnámsbraut í FÁ í haust eftir mikla óvissu um það hvort hann fengi pláss. Aðsent Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Dagbjartur, sem er með heilkenni brotgjarns x-litnings sem veldur þroskahömlun og einhverfu, hefði ekki fengið pláss í framhaldsskóla fyrir haustið. Auk hans höfðu fjórir aðrir úr sextán barna útskriftarárgangi Klettaskóla ekki enn fengið svör um framhaldsskólapláss. Gyða Sigríður Björnsdóttir, móðir Dagbjarts, sagði að í vor hefði hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Hún hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í gær bárust hins vegar þær gleðifregnir að Dagbjartur hafi fengið pláss í FÁ. Besta mögulega niðurstaða „Ég fékk símtal frá kennslustjóra sérnámsbrautar Fjölbrautaskólans í Ármúla um að hann væri búinn að fá pláss,“ segir Gyða Sigríður um gleðifregnirnar við Vísi. „Við sóttum um FÁ sem fyrsta val þannig við vorum í raun bara að fá jákvætt svar við okkar umsókn. Við erum mjög glöð með þetta. Þetta er besta niðurstaða sem við gátum fengið af því þetta er skólinn sem við settum í fyrsta val,“ sagði hún. Dagbjartur ásamt móður sinni við útskrift hans úr Klettaskóla.Aðsent „Ég veit ekkert hvaða vinna hefur átt sér stað á milli ráðuneytis, Menntamálastofnunar og menntamálaráðuneytisins,“ sagði hún aðspurð út í það hvort hún hefði fengið einhverjar skýringar á lausn málsins. Áður hafði Gyða fengið þau svör frá menntamálaráðuneytinu að það væri verið að vinna að því að finna lausn á málinu og að stefnt væri að því fólk fengi svör í lok júní, en það gæti dregist fram í ágúst. Þurfi að tryggja að árgangar framtíðar lendi ekki í sömu stöðu Þrátt fyrir að vera mjög ánægð með niðurstöðuna finnst Gyðu þurfa að breyta kerfinu. Það þurfi að tryggja að í framtíðinni lendi nemendur ekki í lausu lofti og séu í óvissu um að fá pláss. „Mér finnst mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar, að næsti árgangur þurfi ekki að vera í sömu stöðu,“ segir Gyða. „Það ætti að vera auðvelt að koma upp einhverjum verkferli sem skoðar árlega hvað það eru margir sem eru til dæmis að innritast í Klettaskóla það árið. Þá vitum við að eftir tíu ár munu þau þurfa einhverja tiltekna þjónustu. Þetta liggur alveg fyrir öll þessi tíu ár sem þau eru í grunnskóla,“ segir hún að lokum. Skýlaus réttur barna Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði öll börn hafa skýlausan rétt á námi. Í tilfelli Dagbjarts hefði hann farið á biðlista vegna plássleysis en komist inn eftir að búið var að leysa úr plássleysinu. „Það sem gerist í þessum innritunarmálum er að nemendur sækja um skóla sem þau komast ekki í. Þá fara þau á biðlista því þau eiga skýlausan rétt á að komast í nám. Síðan er það sem er farið að vinna í. Drengurinn hefur þá fengið pláss, eins og öll börn eiga að fá,“ sagði Þórdís Jóna í samtali við Vísi. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segir öll börn komast að þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Ráðuneytið sé nú farið í stefnumótunarvinnu til að sjá til að nemendur lendi ekki í lausu lofti.Aðsent Hvernig er þá brugðist við þegar stórir árgangar útskrifast og það er ekki pláss fyrir þá á sérnámsbrautum? „Það var kannski akkúrat það sem gerðist og þess vegna fór viðkomandi barn á biðlista. Þá eru bjargir sem þarf að setja inn. Það þarf að aðlaga húsnæði og bæta við starfsfólki, það er misjafnt og tekur stundum tíma,“ sagði hún. „En eins og ráðherra nefndi á að fara af stað stefnumótunarvinna varðandi þetta umsóknarferli þannig það gangi hraðar og betur fyrir sig þannig þau séu ekki í óvissu. Núna er bara að klára að leysa úr þeim málum hjá þeim börnum sem eru á biðlista og reyna að tryggja á næsta ári að það gerist ekki,“ sagði hún að lokum. Vísir hefur sent fyrirspurn á Menntamálaráðuneytið varðandi það hvar stefnumótunarvinna á úrbótum verkferla við innritun barna á sérnámsbraut framhaldsskóla standi og á von á svörum á næstu dögum. Strandar helst á plássleysi Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, sagði í samtali við Vísi að plássleysi valdi því að nemendur komist ekki að. Það þurfi að hliðra til nemendum og gera aðrar ráðstafanir þegar það komi stórir árgangar svo hægt sé að koma nemendum að. Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, segir að við fyrsta kast þá fái margir höfnun en skólarnir leiti síðan allra leiða við að koma nemendum að.Vísir/Vilhelm Hvað veldur því að börn sem sækja um á sérnámsbraut komast ekki að? „Það er fyrst og fremst plássið. Starfsfólki er fjölgað eftir því sem hlutirnir gerast,“ sagði Magnús. „Við útskrifuðum núna sjö í vor og bættum við sex eða sjö nýjum umfram það. Þannig við vorum komin að endamörkum hvað varðar plássið en með því að gera smá breytingar var hægt að fá hann inn,“ sagði Magnús. „Fyrsta kastið stranda þau á plássi en svo eru gerðar ráðstafanir og þá er hægt að bæta þeim inn,“ bætti hann við. Nánast allir nemendur á sérnámsbraut komnir með pláss Magnús segir að framhaldsskólar með sérnámsbrautir skipti nemendum sín á milli eftir sérhæfingu. „Skólarnir eru skiptir eftir því hver tekur við hverjum. Við tökum þá inn sem eru með hvað mestar fatlanir, fjölfatlaða nemendur. Tækniskólinn er með sérnámsbraut fyrir þá sem eiga í hegðunarerfiðleikum og annað slíkt. MK tekur við mörgum einhverfum nemendum. Það er aðeins verið að skipta þessu svona,“ sagði Magnús um sérnámsbrautir ólíkra framhaldsskóla. Hvernig er hægt að leysa málin ef það koma óvenjulega stórir árgangar? „Við erum með þröngt húsnæði varðandi þá sem eru fjölfatlaðir. En svo tökum við líka inn nemendur með þroskafrávik, einhverfa nemendur og þá sem eru með Downs. Þá er einfaldara að ráða við það varðandi plássið nema það komi mjög stórir árgangur með fjölfötluðum börnum. Að öðru leyti erum við ágætlega sett varðandi húsnæði,“ sagði Magnús. „Í heyrði í ráðuneytinu í gær að það var nánast allt komið varðandi þessar sérnáms- og starfsbrautir. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það voru margir eftir hins vegar,“ sagði hann. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Vísir greindi frá því í síðustu viku að Dagbjartur, sem er með heilkenni brotgjarns x-litnings sem veldur þroskahömlun og einhverfu, hefði ekki fengið pláss í framhaldsskóla fyrir haustið. Auk hans höfðu fjórir aðrir úr sextán barna útskriftarárgangi Klettaskóla ekki enn fengið svör um framhaldsskólapláss. Gyða Sigríður Björnsdóttir, móðir Dagbjarts, sagði að í vor hefði hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Hún hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í gær bárust hins vegar þær gleðifregnir að Dagbjartur hafi fengið pláss í FÁ. Besta mögulega niðurstaða „Ég fékk símtal frá kennslustjóra sérnámsbrautar Fjölbrautaskólans í Ármúla um að hann væri búinn að fá pláss,“ segir Gyða Sigríður um gleðifregnirnar við Vísi. „Við sóttum um FÁ sem fyrsta val þannig við vorum í raun bara að fá jákvætt svar við okkar umsókn. Við erum mjög glöð með þetta. Þetta er besta niðurstaða sem við gátum fengið af því þetta er skólinn sem við settum í fyrsta val,“ sagði hún. Dagbjartur ásamt móður sinni við útskrift hans úr Klettaskóla.Aðsent „Ég veit ekkert hvaða vinna hefur átt sér stað á milli ráðuneytis, Menntamálastofnunar og menntamálaráðuneytisins,“ sagði hún aðspurð út í það hvort hún hefði fengið einhverjar skýringar á lausn málsins. Áður hafði Gyða fengið þau svör frá menntamálaráðuneytinu að það væri verið að vinna að því að finna lausn á málinu og að stefnt væri að því fólk fengi svör í lok júní, en það gæti dregist fram í ágúst. Þurfi að tryggja að árgangar framtíðar lendi ekki í sömu stöðu Þrátt fyrir að vera mjög ánægð með niðurstöðuna finnst Gyðu þurfa að breyta kerfinu. Það þurfi að tryggja að í framtíðinni lendi nemendur ekki í lausu lofti og séu í óvissu um að fá pláss. „Mér finnst mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar, að næsti árgangur þurfi ekki að vera í sömu stöðu,“ segir Gyða. „Það ætti að vera auðvelt að koma upp einhverjum verkferli sem skoðar árlega hvað það eru margir sem eru til dæmis að innritast í Klettaskóla það árið. Þá vitum við að eftir tíu ár munu þau þurfa einhverja tiltekna þjónustu. Þetta liggur alveg fyrir öll þessi tíu ár sem þau eru í grunnskóla,“ segir hún að lokum. Skýlaus réttur barna Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði öll börn hafa skýlausan rétt á námi. Í tilfelli Dagbjarts hefði hann farið á biðlista vegna plássleysis en komist inn eftir að búið var að leysa úr plássleysinu. „Það sem gerist í þessum innritunarmálum er að nemendur sækja um skóla sem þau komast ekki í. Þá fara þau á biðlista því þau eiga skýlausan rétt á að komast í nám. Síðan er það sem er farið að vinna í. Drengurinn hefur þá fengið pláss, eins og öll börn eiga að fá,“ sagði Þórdís Jóna í samtali við Vísi. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segir öll börn komast að þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Ráðuneytið sé nú farið í stefnumótunarvinnu til að sjá til að nemendur lendi ekki í lausu lofti.Aðsent Hvernig er þá brugðist við þegar stórir árgangar útskrifast og það er ekki pláss fyrir þá á sérnámsbrautum? „Það var kannski akkúrat það sem gerðist og þess vegna fór viðkomandi barn á biðlista. Þá eru bjargir sem þarf að setja inn. Það þarf að aðlaga húsnæði og bæta við starfsfólki, það er misjafnt og tekur stundum tíma,“ sagði hún. „En eins og ráðherra nefndi á að fara af stað stefnumótunarvinna varðandi þetta umsóknarferli þannig það gangi hraðar og betur fyrir sig þannig þau séu ekki í óvissu. Núna er bara að klára að leysa úr þeim málum hjá þeim börnum sem eru á biðlista og reyna að tryggja á næsta ári að það gerist ekki,“ sagði hún að lokum. Vísir hefur sent fyrirspurn á Menntamálaráðuneytið varðandi það hvar stefnumótunarvinna á úrbótum verkferla við innritun barna á sérnámsbraut framhaldsskóla standi og á von á svörum á næstu dögum. Strandar helst á plássleysi Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, sagði í samtali við Vísi að plássleysi valdi því að nemendur komist ekki að. Það þurfi að hliðra til nemendum og gera aðrar ráðstafanir þegar það komi stórir árgangar svo hægt sé að koma nemendum að. Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, segir að við fyrsta kast þá fái margir höfnun en skólarnir leiti síðan allra leiða við að koma nemendum að.Vísir/Vilhelm Hvað veldur því að börn sem sækja um á sérnámsbraut komast ekki að? „Það er fyrst og fremst plássið. Starfsfólki er fjölgað eftir því sem hlutirnir gerast,“ sagði Magnús. „Við útskrifuðum núna sjö í vor og bættum við sex eða sjö nýjum umfram það. Þannig við vorum komin að endamörkum hvað varðar plássið en með því að gera smá breytingar var hægt að fá hann inn,“ sagði Magnús. „Fyrsta kastið stranda þau á plássi en svo eru gerðar ráðstafanir og þá er hægt að bæta þeim inn,“ bætti hann við. Nánast allir nemendur á sérnámsbraut komnir með pláss Magnús segir að framhaldsskólar með sérnámsbrautir skipti nemendum sín á milli eftir sérhæfingu. „Skólarnir eru skiptir eftir því hver tekur við hverjum. Við tökum þá inn sem eru með hvað mestar fatlanir, fjölfatlaða nemendur. Tækniskólinn er með sérnámsbraut fyrir þá sem eiga í hegðunarerfiðleikum og annað slíkt. MK tekur við mörgum einhverfum nemendum. Það er aðeins verið að skipta þessu svona,“ sagði Magnús um sérnámsbrautir ólíkra framhaldsskóla. Hvernig er hægt að leysa málin ef það koma óvenjulega stórir árgangar? „Við erum með þröngt húsnæði varðandi þá sem eru fjölfatlaðir. En svo tökum við líka inn nemendur með þroskafrávik, einhverfa nemendur og þá sem eru með Downs. Þá er einfaldara að ráða við það varðandi plássið nema það komi mjög stórir árgangur með fjölfötluðum börnum. Að öðru leyti erum við ágætlega sett varðandi húsnæði,“ sagði Magnús. „Í heyrði í ráðuneytinu í gær að það var nánast allt komið varðandi þessar sérnáms- og starfsbrautir. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það voru margir eftir hins vegar,“ sagði hann.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01