Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 12:41 Öryrkjabandalagið lýsti því sem miklu réttlætismáli þegar Erling vann mál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. ÖBÍ/Alda Lóa Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira