Innlent

Leita enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigrúnar að hafa samband.
Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigrúnar að hafa samband. Vísir/Þorgils

Lög­reglan á Suður­nesjum leitar enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu. Verið er að endur­skipu­leggja leitar­svæðið og leit mun halda á­fram.

Þar segir að lög­reglunni á Suður­nesjum hafi borist til­kynning um yfir­gefinn bíl við Suður­strandar­veg mánu­daginn 12. júní síðast­liðinn. Leitað hafi verið að Sig­rúnu af björgunar­sveitum án árangurs frá landi og úr lofti frá því um há­degis­bil á þriðju­dag.

Litlar vís­bendingar eru um hvar Sig­rún gæti verið að sögn lög­reglu sem í­trekar að hafi ein­hver upp­lýsingar um ferðir hennar, skuli við­komandi hafa sam­band við lög­regluna á Suður­nesjum í síma 4442299 eða neyðar­línuna 1-1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×