Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 16:47 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. „Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“ Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“
Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03