Viðskipti innlent

Jóm­frúin opnar dyr sínar í Leifs­stöð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jómfrúin opnaði fyrst í Reykjavík fyrir tuttugu og fimm árum.
Jómfrúin opnaði fyrst í Reykjavík fyrir tuttugu og fimm árum. Isavia

Veitingastaðurinn Jómfrúin hefur opnað dyr sínar á Keflavíkurflugvelli. Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir markmiðið vera að fanga sömu stemningu og ríkt hefur á Lækjargötunni í áratugi. 

Í tilkynningu Isavia kemur fram að Jómfrúin á Keflavíkurflugvelli sé í eigu alþjóðlega fyrirtækisins SSP sem sérhæfir sig í rekstri veitingastaða á flugvöllum og rekur yfir 2.500 veitingastaði um heim allan. 

Síðastliðinn október var greint frá því að tveir nýir veitingastaðir, Jómfrúin og Elda, myndu opna á Keflavíkurflugvelli á nýju ári. Sex tilboð bárust Isavia eftir að útboðsgögn voru gefin út og urðu Jómfrúin og Elda fyrir valinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×