Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:05 Bergur Ebbi og Snorri Helgason ætla að fíla klassíska tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu. Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina. „Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira