Menning

Fá ekki leyfi og gefa drauminn upp á bátinn

Árni Sæberg skrifar
Hjónin Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir listakona.
Hjónin Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir listakona. Aðsend

Haraldur Þorleifsson og eiginkona hans Margrét Rut Eddudóttir hafa neyðst til þess að setja áætlanir um listamannasetur á Kjalarnesi á ís. 

Haraldur, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, og Margrét Rut listakona festu kaup á landi á Kjalarnesi árið 2021, eftir að Haraldur seldi Ueno til samfélagsmiðilsins Twitter.

Þar ætluðu þau að reisa listamannasetur, tónlistarstúdíó og gallerý. „Við vorum svo spennt að byggja þennan stað upp fyrir listamenn. Því miður gátum við ekki fengið tilskilin leyfi svo ég þarf því miður að tilkynna að við höfum sett áformin á ís um ótilgreindan tíma,“ segir Haraldur á Twitter.

Átti að vera gleðilegt en endaði sem orkusuga

Haraldur segir að þau hjónin hafi varið mikilli orku, tíma og peningum í að þróa hugmyndina, hanna byggingar og vinna með lögmönnum og stjórnvöldum við öflun leyfa, en ekkert virtist virka.

„Þetta átti að vera gleðilegt verkefni en eftir tvö ár hefur þetta bara kostað okkur orku,“ segir hann.

Þá segir hann að erfitt geti verið að ná nýjum hugmyndum í gegn og að verkefnið á Kjalarnesi hafi átt að vera gjöf til samfélagsins. Því hafði hann vonast til þess að stjórnvöld greiddu veg þess.

„Ég kenni ekki neinum um. Ég held að allir hlutaðeigandi hafi gert það sem þeim þótti skynsamlegast. En ég er leiður yfir því að þurfa að gefa þetta upp á bátinn,“ segir Haraldur.


Tengdar fréttir

„Stærsta sorg sem ég hef lent í“

Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.