Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um málefni Hvammsvirkjunar en Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfið úr gildi í gær.

Við ræðum við sviðstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir að þingmenn verði að hætta að stinga höfðinu í sandinn og horfast í augu við þróun á áfengismarkaði hér á landi.

Einnig segjum við frá breytingum á dagforeldrakerfinu hjá Reykjavíkuborg og heyrum í bæjarstjóra Hafnarfjarðar um Gaflaraleikhúsið sem verður tæmt í dag.

Að síðustu hitum við upp fyrir þjóðhátíðardaginn sem er á morgun og fræðumst um hvað verður í boði í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×