Það var Bernardo Silva sem braut ísinn fyrir Portúga og Bruno Fernandes bætti svo tveimur mörkum við fyrir portúgalska liðið.
Eftir þennan sigur er Portúgal á toppi riðilsins með fullt hús stiga en liðið hefur skorað 13 mörk í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar og ekki enn fengið á sig mark.
Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með sjö stig eftir sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lúxemborg hafði svo betur gegn Liechtenstein fyrr í dag og er með fjögur stig í þriðja sæti.
Ísland og Bosnía Hersegóvenía eru svo í fjórða til fimmta sæti með þrjú stig hvort lið. Liechtenstein er á botni riðilsins án stiga.
Portúgal mætir Íslandi í næstu umferð undankeppninnar á Laugardalsvelli á þriðjudaginn kemur. Svo gæti farið að Cristiano Ronaldo leiki sinn 200. landsleik í þeim leik.
