Portúgal heldur áfram að leika á als oddi Hjörvar Ólafsson skrifar 17. júní 2023 20:52 Bernardo Silva skoraði fyrsta mark Portúgals í leiknum. Vísir/Getty Það var Bernardo Silva sem braut ísinn fyrir Portúga og Bruno Fernandes bætti svo tveimur mörkum við fyrir portúgalska liðið. Eftir þennan sigur er Portúgal á toppi riðilsins með fullt hús stiga en liðið hefur skorað 13 mörk í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar og ekki enn fengið á sig mark. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með sjö stig eftir sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lúxemborg hafði svo betur gegn Liechtenstein fyrr í dag og er með fjögur stig í þriðja sæti. Ísland og Bosnía Hersegóvenía eru svo í fjórða til fimmta sæti með þrjú stig hvort lið. Liechtenstein er á botni riðilsins án stiga. Portúgal mætir Íslandi í næstu umferð undankeppninnar á Laugardalsvelli á þriðjudaginn kemur. Svo gæti farið að Cristiano Ronaldo leiki sinn 200. landsleik í þeim leik. Cristiano Ronaldo mun að öllum líkindum spila sinn 200. landsleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Það var Bernardo Silva sem braut ísinn fyrir Portúga og Bruno Fernandes bætti svo tveimur mörkum við fyrir portúgalska liðið. Eftir þennan sigur er Portúgal á toppi riðilsins með fullt hús stiga en liðið hefur skorað 13 mörk í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar og ekki enn fengið á sig mark. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með sjö stig eftir sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lúxemborg hafði svo betur gegn Liechtenstein fyrr í dag og er með fjögur stig í þriðja sæti. Ísland og Bosnía Hersegóvenía eru svo í fjórða til fimmta sæti með þrjú stig hvort lið. Liechtenstein er á botni riðilsins án stiga. Portúgal mætir Íslandi í næstu umferð undankeppninnar á Laugardalsvelli á þriðjudaginn kemur. Svo gæti farið að Cristiano Ronaldo leiki sinn 200. landsleik í þeim leik. Cristiano Ronaldo mun að öllum líkindum spila sinn 200. landsleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti