Arnór er meiddur á nára og getur ekki spilað leikina tvo sem framundan eru. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Fyrir utan Skagamanninn og Mikael Neville Anderson, sem var búinn að draga sig út úr landsliðshópnum, eru allir leikmenn Íslands heilir.
Arnór, sem er 24 ára, hefur leikið 27 leiki fyrir íslenska landsliðið og skorað tvö mörk.
Ísland mætir Slóvakíu á morgun, Þjóðhátíðardaginn, og Portúgal á þriðjudaginn.
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.