„Við erum með fleiri slík vopn en ríki NATO. Þeir vita um það og eru alltaf að reyna að hefja viðræður um fækkun. Til fjandans með þá, eins og fólk okkar segir,“ sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar.
Putin on nukes: "possible" that Russia could use them, but there is "no need," but if they do, it's America's fault for Hiroshima.
— max seddon (@maxseddon) June 16, 2023
"Just talking about this lowers the nuclear threshold. We have more [nukes] than Nato countries, and they want to reduce our numbers. Screw them." pic.twitter.com/q0IlYw0aEF
Þá hélt Pútín því fram Vesturlönd væru sífellt að reyna að ögra Rússum til að „byrja að ýta á takka“. Hins vegar væri engin þörf fyrir það, því „óvininum“ gengi svo illa á víglínunum.
Sjá einnig: „Maraþon en ekki spretthlaup“
Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. Þar áður hafði hann talað um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki raunverulega gyðingur heldur væri hann skömm fyrir gyðinga.
Pútín sagði einnig að fyrstu kjarnorkuvopnin væru komin til Belarús, en þangað eru Rússar að senda svokölluð taktísk kjarnorkuvopn. Þar er um að ræða smærri kjarnorkuvopn sem hönnuð voru á tímum Sovétríkjanna til að gera gat á varnir Atlantshafsbandalagins.
Sjá einnig: Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblaða.