Innlent

Ung­menni til vand­ræða í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Lögregluþjónar höfðu í nægu að snúast í nótt.
Lögregluþjónar höfðu í nægu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Í dagbókarfærslu lögreglu fyrir tímabilið á milli 17 í gær og 05 í morgun segir að hvorki fleiri né færri en 97 mál hafi verið skráð í skráningarkerfi lögreglunnar. Fjórir hafi gist fangageymslur lögreglu, en mál þeirra þurfi frekari rannsóknar við eða ástand hafi verið þess eðlis að þeir voru óviðræðuhæfir og ekki hæfir til að vera innan um fólk.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, þurfti lögregla tvívegis að hafa afskipti af ungmennum á skólalóð. Annars vegar barst tilkynning um ungmenni að skemma skólahreystibraut við skóla og hins vegar um ungmenni að skjóta upp flugeldum við skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×