Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 12:01 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segir tillögur ráðsins ekki falla vel í kramið hjá dagforeldrum. Vísir/Vilhelm/Aðsend Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra. Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra.
Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira