Innlent

Arndís Hrönn er fjallkona ársins 2023

Árni Sæberg skrifar
Arndís Hrönn flutti ávarp fjallkonunnar við hátíðlega athöfn á Austurvelli fyrir skömmu.
Arndís Hrönn flutti ávarp fjallkonunnar við hátíðlega athöfn á Austurvelli fyrir skömmu. Skjáskot

Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir er fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. 

Arndís Hrönn lærði leiklist og leikhúsfræði í París. Hún hefur starfað sem leikkona á sviði, í sjónvarpi, í útvarpi og kvikmyndum og er ein af forsvarsmanneskjum leikhópsins Sokkabandið. 

Í ávarpi sínu fjallaði Arndís Hrönn um landnámsmennina Hrafna-Flóka, Þórólf og Herjólf.

„Þegar Hrafna-Flóki og félagar sigldu aftur til Noregs voru þeir spurðir hvernig staður þetta væri, eyjan sem þeir kölluðu Ísland. Skítapleis, sagði Flóki. Herjólfur sagði að hún væri la la. Þórólfur sagði smjör drjúpa af hverju strái,“ sagði Arndís Hrönn í upphafi ávarps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×