Fótbolti

Twitter eftir leik Íslands gegn Slóvakíu: „Framför þrátt fyrir tap“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska liðið spilaði skemmtilegan og flæðandi fótbolta framan af leik.
Íslenska liðið spilaði skemmtilegan og flæðandi fótbolta framan af leik. Vísir/Diego

Ísland mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu netverjar ýmislegt um leikinn að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og mátti skynja almenna jákvæðni þrátt fyrir tap.

Stuðningsmenn íslenska liðsins tók daginn snemma og kíkti á Ölver þar sem þjálfarinn Åge Hareide ávarpaði mannskapinn.

Þá fór vel um blaðamann Vísis, Árna Jóhannsson, sem textalýsti leiknum.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og óð í færum, en inn vildi boltinn ekki.

Einhverjir fóru fram úr sér og eru farnir að huga að því hvernig sé best að koma sér til Þýskalands þar sem EM verður haldið næsta sumar.

Slóvakar tóku þó forystuna mað marki frá Juraj Kucka á 27. mínútu gegn gangi leiksins og má segja að það hafi verið sem blaut tuska í andlitið fyrir íslenska liðið.

Alfreð Finnbogason jafnaði hins vegar metin úr vítaspyrnu sem Willum Þór Willumsson fiskaði.

Slóvakar voru hins vegar hársbreidd frá því að taka forystuna á ný stuttu fyrir hálfleikshléið, en Rúnar Alex Rúnarsson er svo sannarlega betri en enginn í markinu og stupningsmenn Íslands gátu því farið nokkuð sáttir inn í hálfleikinn.

Fólk virtist almennt hrifið af fótboltanum sem íslenska liðið var að spila undir stjórn Hareides.

Stuðningsmenn íslenska liðsins vildu fá aðra vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og voru allt annað en sáttir við VAR-dómarann Chris Kavanagh.

Slóvakar tóku að lokum forystuna á ný með marki sem verður í besta falli lýst sem klaufalegu. Jóhann Berg Guðmundsson reyndi þá að hreinsa frá marki, en þrumaði í Tomas Suslov og þaðan fór boltinn í netið. Stef stuðningsmanna Íslands var því svipað eftir markið.

Niðurstaðan varð svo að lokum svekkjandi 2-1 tap Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×