Lífið

Svíar stytta loka­­kvöld Euro­vision

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Svíar sigruðu Eurovision í ár.
Svíar sigruðu Eurovision í ár. Getty/Dominic Lipinski

Sænska sjónvarpsstöðin SVT reiknar með að útsending af úrslitakvöldi Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði klukkustund styttri á næsta ári en hún var í ár.

Norski fjölmiðillin VG greinir frá. Ebba Adielsson, yfirframleiðandi SVT, staðfesti í samtali við Aftonbladet að fyrirhugað væri að stytta útsendinguna. 

Útsending úrslitakvölds Eurovision í ár nam fjórum klukkustundum og fimmtán mínútum. SVT stefnir nú á að hún verði klukkustund styttri á næsta ári. 

Þrátt fyrir það spili þættir eins og fjöldi þátttakandi landa inn í hversu mikið verði hægt að stytta dagskrána. 

Fjórar sænskar borgir keppast nú um heiðurinn af því að fá að halda keppnina á næsta ári en það eru borgirnar Malmö, Stokkhólmur, Gautaborg og Örnskjöldsvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×