Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júní 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42