Enski boltinn

Enska úr­vals­deildin bannar Chelsea að semja við Paramount Plus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea verður með nýjan styrktaraðila framan á treyjum sínum á næstu leiktíð.
Chelsea verður með nýjan styrktaraðila framan á treyjum sínum á næstu leiktíð. Vísir/Getty Images

Chelsea fær ekki að semja við streymisveituna Paramount Plus þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildar banna það. Paramount Plus átti að prýða treyjur félagsins á næstu leiktíð en nú stefnir í að það verði veðmálafyrirtæki.

Frá þessu er greint á vef The Athletic. Þar segir að enska úrvalsdeildin hafi stigið inn í og bannað Chelsea að semja við streymisveituna sem er á vegum kvikmyndarisans Paramount.

Paramount Plus er þó ekki aðeins streymisveita af efni sem Paramount á. Veitan sýnir ekki efni frá Bretlandi en á sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu, ítölsku úrvalsdeildinni og efstu deild kvenna [NWSL] í Bandaríkjunum.

Því töldu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að það færi illa í þá sem eiga sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni ef eitt af stærri lið deildarinnar yrði með beinan samkeppnisaðila framan á treyjum sínum.

Sem stendur er Chelsea í samningaviðræðum við veðmálafyrirtækið Stake.com þó enska úrvalsdeildin hafi í apríl samþykkt að banna veðmálafyrirtækjum að vera helsti styrktaraðili félaga. Þau mega þó enn vera á ermum búninga eða á skiltum í kringum völlinn. Bannið tekur gildi tímabilið 2026-27.

Símafyrirtækið Three [3] var aðalstyrktaraðili Chelsea á síðasta tímabili. Sá samningur rennur út í sumar og því er Chelsea í leit að nýjum styrktaraðila til að vera framan á treyjum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×