Innlent

Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiski­bát

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Talið er að sprunga hafi komið á byrðing bátsins.
Talið er að sprunga hafi komið á byrðing bátsins. Landsbjörg

Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó.

Skip í grenndinni voru að auki beðin um að halda á staðinn. Þyrlan, auk skipsins, var kölluð út á fyrsta forgangi.

Fiskibátar sem staddir voru skammt frá komu fyrstir á staðinn. Áhöfn eins þeirra brást fljótt við og kom dælum sem höfðu undan fyrir um borð á bátnum og hann festur utan á síðu hins bátsins.

Þá var neyðarástandi aflýst og þyrlan afturkölluð en ferð björgunarskipsins haldið til streitu. Skipið mun taka við bátnum og draga hann til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×