Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. júní 2023 20:00 Tónlistarkonan og aktívistinn Sóley Lóa Smáradóttir er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Boston. Hún segist sjá alltof fáar konur stýra hljómsveitum og hvað þá konum af lit en hún hlakkar til að breyta því. Vísir/Vilhelm „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. Fiðlunám frá þriggja ára aldri Námskeiðið er í Boston og segist Sóley mjög spennt fyrir því. Hún hefur nú þegar tekið fundi með kennaranum og hlakkar til að halda á vit lærdómsríkra tónlistarævintýra næsta föstudag. @soley_loa Takk fyrir!! #fyp original sound - ci Á tónleikunum mun Sóley leika nokkur einleiksverk fyrir fiðlu eftir uppáhalds tónskáldið sitt, Johann Sebastian Bach. „Mamma sendi mig í fiðlunám þegar ég var um þriggja ára gömul og allar götur síðan hef ég haft ástríðu fyrir fiðlunni. Tónlistin er risa stór partur af því hver ég er og það má segja að tónlistin sé lífið fyrir mér. Hún getur verið sorgleg og glaðleg og allt þar á milli.“ Tungumál án orða Sóley hefur nú þegar unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og birti í tengslum við það myndband á TikTok þar sem hún deildi því að hún væri bæði fyrsta svarta og yngsta konan til þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands 2023. @soley_loa Fr ótrúlegt !!#fyp #foryou original sound - ci Hún hlakkar mikið til að taka næstu skref í ferlinum. „Síðustu átta árin hefur mig dreymt um að vera hljómsveitarstjórnandi og stofna hljómsveit. Ég sat oft sjálf í hljómsveitum á mínum yngri árum en mér fannst það aldrei nógu mikið fyrir mig. Ég fylgdist alltaf með stjórnandanum og mér fannst svo merkilegt að sjá hvað hann var að gera og hvernig hann fékk að koma sínum hugmyndum fram. Tónlist er líka tungumál án orða þar sem allt fer fram í gegnum hreyfingar og tóm, sem er magnað þegar að maður pælir í því.“ Sóley að stýra Sinfó hér heima.Facebook viðburðurinn Sóley spilar Bach. Vill fara óhefðbundnar leiðir Sóley segist án efa sjá sig fyrir sér starfa við þetta í framtíðinni. „Ég væri mjög til í að sjá mig í framtíðinni á stóru sviði fá að koma mínum hugmyndum á framfæri. Þetta hefur verið draumur svo lengi, að fá að skapa og móta tónlistina. Við förum svo mikið eftir bókinni og mig langar að brjóta aðeins veggina í kringum þetta.“ Mikilvægt að fólk hlusti og læri Sóley hefur rætt opinskátt við fjölmiðla um rasisma og einelti sem hún hefur orðið fyrir hérlendis og hefur sömuleiðis gagnrýnt viðbrögð skólayfirvalda og hægagang á þörfum breytingum. Hún segist að undanförnu hafa séð jákvæða þróun að einhverju leyti í samfélaginu. „Ég hef persónulega kannski ekki séð mikla breytingu en það er þó æðislegt að heyra frá því að eftir að viðtal sem ég fór í var sýnt í grunnskólum hafi krakkar verið að vakna. Mér finnst það frábært og sömuleiðis að fleiri hafa komið fram og tjáð sig. Einnig hafa margir deilt sögum sínum með mér og það er svo mikilvægt að þau hafi einhvern til að tala við og að þau geti deilt reynslu sinni. Þetta var eitthvað sem enginn gat talað um og fólk vissi ekki hvernig ætti að nálgast.“ Sóley Lóa Smáradóttir hefur rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir. Viðtal við hana var sýnt í grunnskólum og segist hún hafa fengið uppbyggileg, góð og mikilvæg viðbrögð. Vísir/Vilhelm Hún segir gríðarlega mikilvægt að fólk hlusti og gefi þessu meira rými. „Þessu var dálítið ýtt undir teppið og það er bara ekki hægt. Það er ekki séns að þetta megi bara deyja út því það mun ekki gera það fyrr en í fyrsta lagi þegar það verður almennilega tekið á þessu. Það er fullt af fólki sem líður illa og verður fyrir aðkasti og það á alls ekki að líðast.“ Hún segist finna fyrir því að það sé tekið betur og fyrr á slíkum málum. „Um daginn lenti ég í því að vera á stað þar sem var verið að spila óviðeigandi lög. Ég fór til skólastjórans, lét vita að þetta væri ekki í lagi og útskýrði afhverju þetta væri ekki í lagi. Skólastjórinn tók strax á því og nemandinn tók þetta líka til sín. Það er svo mikilvægt að tala við fólk sem kann ekki eða skilur ekki. Það er aldrei hægt að leyfa þessu bara að sitja.“ Sóley hlakkar til að brjóta staðalímyndir og úrelt norm í tónlistarheiminum.Vísir/Vilhelm Vill auka fjölbreytileika í hljómsveitarstjórn Sóley segist gríðarlega spennt fyrir framtíðinni og vonast til þess að fjölbreytileikinn verði meiri í heimi hljómsveitarstjórnunar. „Það eru mjög fáar konur almennt að stjórna og þá sérstaklega eiginlega engar af lit. Eva Ollikainen, yfirhljómsveitarstjóri íslensku Sinfóníunnar, er ein af fáum konum í bransanum og hún er ótrúlega flott. Mér finnst svo frábært og heillandi að fá þetta tækifæri til að brjóta þennan steríótýpíska vegg. Það er æðislegt,“ segir Sóley að lokum. Tónleikarnir eru sem áður segir á fimmtudagskvöld, þann 22. júní, klukkan 20:00. Kynnir á tónleikunum verður Unnsteinn Manuel Stefánsson, aðgangseyrir er frjáls og eru öll velkomin. Nánari upplýsingar má finna hér. Tónlist Bandaríkin Kynþáttafordómar Mannréttindi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fiðlunám frá þriggja ára aldri Námskeiðið er í Boston og segist Sóley mjög spennt fyrir því. Hún hefur nú þegar tekið fundi með kennaranum og hlakkar til að halda á vit lærdómsríkra tónlistarævintýra næsta föstudag. @soley_loa Takk fyrir!! #fyp original sound - ci Á tónleikunum mun Sóley leika nokkur einleiksverk fyrir fiðlu eftir uppáhalds tónskáldið sitt, Johann Sebastian Bach. „Mamma sendi mig í fiðlunám þegar ég var um þriggja ára gömul og allar götur síðan hef ég haft ástríðu fyrir fiðlunni. Tónlistin er risa stór partur af því hver ég er og það má segja að tónlistin sé lífið fyrir mér. Hún getur verið sorgleg og glaðleg og allt þar á milli.“ Tungumál án orða Sóley hefur nú þegar unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og birti í tengslum við það myndband á TikTok þar sem hún deildi því að hún væri bæði fyrsta svarta og yngsta konan til þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands 2023. @soley_loa Fr ótrúlegt !!#fyp #foryou original sound - ci Hún hlakkar mikið til að taka næstu skref í ferlinum. „Síðustu átta árin hefur mig dreymt um að vera hljómsveitarstjórnandi og stofna hljómsveit. Ég sat oft sjálf í hljómsveitum á mínum yngri árum en mér fannst það aldrei nógu mikið fyrir mig. Ég fylgdist alltaf með stjórnandanum og mér fannst svo merkilegt að sjá hvað hann var að gera og hvernig hann fékk að koma sínum hugmyndum fram. Tónlist er líka tungumál án orða þar sem allt fer fram í gegnum hreyfingar og tóm, sem er magnað þegar að maður pælir í því.“ Sóley að stýra Sinfó hér heima.Facebook viðburðurinn Sóley spilar Bach. Vill fara óhefðbundnar leiðir Sóley segist án efa sjá sig fyrir sér starfa við þetta í framtíðinni. „Ég væri mjög til í að sjá mig í framtíðinni á stóru sviði fá að koma mínum hugmyndum á framfæri. Þetta hefur verið draumur svo lengi, að fá að skapa og móta tónlistina. Við förum svo mikið eftir bókinni og mig langar að brjóta aðeins veggina í kringum þetta.“ Mikilvægt að fólk hlusti og læri Sóley hefur rætt opinskátt við fjölmiðla um rasisma og einelti sem hún hefur orðið fyrir hérlendis og hefur sömuleiðis gagnrýnt viðbrögð skólayfirvalda og hægagang á þörfum breytingum. Hún segist að undanförnu hafa séð jákvæða þróun að einhverju leyti í samfélaginu. „Ég hef persónulega kannski ekki séð mikla breytingu en það er þó æðislegt að heyra frá því að eftir að viðtal sem ég fór í var sýnt í grunnskólum hafi krakkar verið að vakna. Mér finnst það frábært og sömuleiðis að fleiri hafa komið fram og tjáð sig. Einnig hafa margir deilt sögum sínum með mér og það er svo mikilvægt að þau hafi einhvern til að tala við og að þau geti deilt reynslu sinni. Þetta var eitthvað sem enginn gat talað um og fólk vissi ekki hvernig ætti að nálgast.“ Sóley Lóa Smáradóttir hefur rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir. Viðtal við hana var sýnt í grunnskólum og segist hún hafa fengið uppbyggileg, góð og mikilvæg viðbrögð. Vísir/Vilhelm Hún segir gríðarlega mikilvægt að fólk hlusti og gefi þessu meira rými. „Þessu var dálítið ýtt undir teppið og það er bara ekki hægt. Það er ekki séns að þetta megi bara deyja út því það mun ekki gera það fyrr en í fyrsta lagi þegar það verður almennilega tekið á þessu. Það er fullt af fólki sem líður illa og verður fyrir aðkasti og það á alls ekki að líðast.“ Hún segist finna fyrir því að það sé tekið betur og fyrr á slíkum málum. „Um daginn lenti ég í því að vera á stað þar sem var verið að spila óviðeigandi lög. Ég fór til skólastjórans, lét vita að þetta væri ekki í lagi og útskýrði afhverju þetta væri ekki í lagi. Skólastjórinn tók strax á því og nemandinn tók þetta líka til sín. Það er svo mikilvægt að tala við fólk sem kann ekki eða skilur ekki. Það er aldrei hægt að leyfa þessu bara að sitja.“ Sóley hlakkar til að brjóta staðalímyndir og úrelt norm í tónlistarheiminum.Vísir/Vilhelm Vill auka fjölbreytileika í hljómsveitarstjórn Sóley segist gríðarlega spennt fyrir framtíðinni og vonast til þess að fjölbreytileikinn verði meiri í heimi hljómsveitarstjórnunar. „Það eru mjög fáar konur almennt að stjórna og þá sérstaklega eiginlega engar af lit. Eva Ollikainen, yfirhljómsveitarstjóri íslensku Sinfóníunnar, er ein af fáum konum í bransanum og hún er ótrúlega flott. Mér finnst svo frábært og heillandi að fá þetta tækifæri til að brjóta þennan steríótýpíska vegg. Það er æðislegt,“ segir Sóley að lokum. Tónleikarnir eru sem áður segir á fimmtudagskvöld, þann 22. júní, klukkan 20:00. Kynnir á tónleikunum verður Unnsteinn Manuel Stefánsson, aðgangseyrir er frjáls og eru öll velkomin. Nánari upplýsingar má finna hér.
Tónlist Bandaríkin Kynþáttafordómar Mannréttindi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira