Lærisveinar Heimis tóku þó forystuna seint í fyrri hálfleik þegar Cory Burke kom boltanum í netið á 39. mínútu og Jamaíka fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.
Varamennirnir Mahmoud Al Mardi og Ali Olwan skoruðu hins vegar sitt markið hvor með stuttu millibili snemma í síðari hálfleik. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Jórdaníu og tíundi leikur Jamaíka í röð án sigurs því staðreynd.
Síðasti sigurleikur jamaíska landsliðsins kom gegn Súrinam í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku þann 8. júní fyrir rúmu ári síðan. Heimir hefur nú stýrt liðinu í sjö leikjum og á enn eftir að sækja sigur sem þjálfari Jamaíka og spurning hvort sæti Heimis í þjálfarastól liðsins sé farið að hitna.