Segir Xi hafa heitið því að senda Rússum ekki vopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 14:27 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í dag á fund Xi Jinping, forseta Kína, en eftir fundinn hétu þeir því að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa versnað verulega á undanförnum árum. Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira