Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um.
Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína.
Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður
Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum.
Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir.
Mikil spenna
Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs.
Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi.
Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu
Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert.
Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna.