Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 16:03 Cristiano Ronaldo varð ekki við beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti, á EM 2016, og fær líklega enga slíka beiðni frá Akureyringnum á morgun. Getty/Clive Brunskill Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00