Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í Guðrúnu Hafsteinsdóttur nýjum dómsmálaráðherra sem segir kerfið í kringum móttöku flóttafólks komið að þolmörkum. Þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins kostnaðinn við þá sem bíða svara um hvort þeir fái hæli kominn í um tíu milljarða á ári. 

Á sama tíma greinum við frá því að rússneskurm ríkisborgara sem óttast að vera kallaður í herþjónustu verður vísað úr landi á morgun.

Paul Watson er kominn á skipi sínu upp að efnahagslögsögu landsins til að trufla hvalveiðar Hvals hf. í sumar. Hann segir þessar ólöglegu veiðar eingöngu eiga sér stað vegna þráhyggju Kristjáns Loftssonar eiganda fyrirtækisins.

Már Gunnarsson þarf ekki að bera mikinn kostnað af því að ferðast með leiðsöguhund sinn á milli landa. Barátta hans skilaði því í dag að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greip inn í málið þannig að hann þurfi ekki að greiða kostnaðinn sjálfur.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×