Löngu er orðið uppselt á leikinn, en eflaust hefði verið hægt að selja inn á æfinguna líka. Áhorfendur röðu sér meðfram girðingunni á vellinum, flestir væntanlega með augastað á Cristiano Ronaldo en það eru svo sem engir aukvisar með honum í liði.
![](https://www.visir.is/i/33389C45ACF9C59A19E242A20021002FFAA8F2327728DA303F846CE111705997_713x0.jpg)
Ronaldo er vinsæll og veit af því, en það var létt yfir honum í dag, bæði á æfingunni og á blaðamannafundinum síðar um daginn.
![](https://www.visir.is/i/C1AB0C16CC569528221A4FF8B4DD0660A5AC690A8D1A96C6308DF0ABBACB038E_713x0.jpg)
Lið Portúgal er hokið af reynslu, en Ronaldo mun leika sinn 200. landsleik á morgun. Enginn leikmaður í sögunni hefur áður náð slíkum leikjafjölda. Varafyrirliði liðsins er hinn fertugi Pepe, með 133 landsleiki í sarpnum.
![](https://www.visir.is/i/47E4B37A9F491210512A5735D83D7181AB414A8002CE37723506A685B2E5A852_713x0.jpg)
Leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EM hefst kl. 18:45 á morgun, þriðjudag.