Fótbolti

Segir lands­liðs­þjálfara Belgíu ljúga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markvörðurinn knái hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Belgíu.
Markvörðurinn knái hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Belgíu. EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS

Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, er verulega ósáttur með ummæli Domenico Tedesco, landsliðsþjálfara Belgíu. 

Gaf þjálfarinn til kynna að markvörðurinn hefði yfirgefið verkefni belgíska landsliðsins þar sem hann væri í fýlu. Courtois segist hins vegar vera meiddur.

Hinn 31 árs gamli Courtois stóð vaktina í marki Belgíu er liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni EM 2024 á laugardaginn var. Í kjölfarið yfirgaf markvörðurinn hópinn og mun því ekki spila gegn Eistlandi síðar í dag.

Tedesco sagði á blaðamannafundi að Courtois hefði ákveðið að halda heim á leið þar sem hann væri móðgaður yfir því að vera ekki valinn fyrirliði í fjarveru Kevin de Bruyne. Þessu neitar markvörðurinn alfarið. Hann segist einfaldlega dregið sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla á hægra hné.

Matz Sels, markvörður Strasbourg í Frakklandi, mun standa vaktina í marki Belgíu þegar liðið mætir Eistlandi í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×