Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38
Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05