Enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið Nína Helgadóttir skrifar 20. júní 2023 17:01 Aldrei í sögunni hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum. Það er rétt að minna á þá dapurlegu staðreynd í dag, þann 20. júní, á alþjóðadegi flóttafólks, þegar ljósi er varpað á þann vanda sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Foreldrar, börn, systkini, ömmur og afar hafa hrakist heiman frá sér. Frá ættingjum, skólagöngu, vinum, atvinnu, eignum, ættjörð sinni og öðru því sem skiptir fólk máli. Mörg þeirra sem eru nærri okkar heimshluta hafa lagt af stað og freistað þess að ná yfir djúp Miðjarðarhafsins. Ljóðskáldið Warsan Shire, sem er af sómölsk-breskum uppruna, lýsir hörmungum flóttans á raunsannan hátt með augum þess sem flýr í ljóðinu hér fyrir neðan og bendir á þá staðreynd að, „enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið“. Það er lífshættulegt að flýja langar leiðir. Á Miðjarðarhafinu hafa meira en 25.000 manns drukknað síðasta áratuginn í leitinni að öruggu skjóli. Það slagar hátt í íbúafjölda alls Hafnarfjarðar. Og enn er hundruða saknað frá því síðustu viku. En það er langt í frá að allt flóttafólk fari um svo langan veg í leit að öruggu skjóli. Rúmur helmingur þeirra er á vergangi í eigin landi. Tveir þriðju þeirra sem flýja yfir landamæri eigin lands dvelja í næstu nágrannalöndum, sem oft eru meðal fátækustu ríkja heims. Í Líbanon er fjórði hver íbúi flóttamaður. Hver og einn getur gert sér að leik að reikna út hversu margt flóttafólk væri hér ef hlutfallið væri eins hér. Til Íslands leitar brotabrot af þeirri tölu. Sá fjöldi fólks sem hefur þurft að flýja heimahagana telur samtals 108,4 milljónir og meirihlutinn er konur og börn. Þessi tala er sambærileg við íbúafjölda Íslands, sinnum 288. Hugsið ykkur! Þetta eru miklar tölur en á bak við þær eru andlit, manneskjur af holdi og blóði sem fara út í óvissuna til að bjarga sér og sínum. Manneskjur eins ólíkar eins og þær geta verið en deila þó svo margar sömu aðstæðum. Mikið af börnum, gömlu fólki, mörg lasburða, flest sakna heimahaganna, sum eru hrædd og flest óörugg. Á þeim brenna þrúgandi spurningar eins og „hvar bíður okkar skjól?“ og „hvar geta börnin okkar lifað mannsæmandi og öruggu lífi?“. Þeirra vandi er viðfangsefni heimsins alls. Við erum hluti af honum. Tökum vel á móti flóttafólki! Warsan Shire - HEIMA enginn fer að heiman nema heima sé hákarlskjaftur þú flýrð ekki burt úr borginni nema borgin sé þegar flúin nágrannar þínir hlaupa hraðar en þú með blóðugan kökkinn í hálsinum og strákurinn sem var með þér í skóla þessi sem kyssti þig föla í felum á bakvið blikkverksmiðjuna heldur á byssu sem er stærri en hann sjálfur þú ferð ekki að heiman nema heima reki þig burt Enginn fer að heiman nema þú sért með heima á hælunum eld á iljum sjóðandi blóð í maga aldrei kom þér annað eins til hugar þar til sviðin sveðjueggin ógnaði hálsi þínum og jafnvel þá reyndirðu að umla þjóðsönginn og reifst svo passann í tætlur inni á flugvallarklósetti og grést hvert pappírssnifsi sem þú beist í því það staðfesti ennþá betur að þú færir aldrei til baka þið verðið að skilja að enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið enginn brennir lófana undir lestum og lestarvögnum enginn eyðir sólarhringum í iðrum flutningabíls borðandi dagblöð nema allir þeir kílómetrar þýði annað og meira en að ferðast enginn skríður undir girðingar engan dreymir um barsmíðar samúð engan dreymir um líf í flóttamannabúðum eða innanklæðaleit sem endar án klæða og líkama í sárum og fangelsi því fangelsi er alltaf skárra en logandi borg og einn lítill fangavörður í nóttinni alltaf betri en farmur af fullorðnum mönnum sem allir líkjast föður þínum í framan engin gæti afborið það engin gæti kyngt því engin húð er til nógu sterk og allt þetta enga svarta hér flóttamenn útlendingapakk hælisleitendur mættir hingað á spenann niggarar með alla vasa tóma og skrýtna lykt villimenn búnir að rústa landinu sínu og komnir til að rústa okkar hvernig bara getið þið notað þessi orð og gefið okkur þennan svip þið haldið kannski að skammirnar séu skárri en að missa handlegg að orðin séu skárri en fjórtán menn á milli fóta þinna eða auðveldra sé fyrir okkur að kyngja skítkastinu frá ykkur heldur en gúmmíi heldur en beinum heldur en barninu okkar í pörtum mig langar heim en heima er hákarlskjaftur heima er hlaupið á byssu og enginn myndi fara að heiman nema heima myndi elta þig niður að strönd nema heima myndi segja hlauptu hraðar skildu fötin eftir skríddu yfir eyðimörkina svamlaðu yfir höfin drukknaðu bjargaðu þér bilastu úr hungri betlaðu kyngdu öllu stolti gerðu allt til að komast af Enginn fer að heiman þar til heima er sveitt og loðin rödd í eyra þínu sem segir farðu farðu frá mér núna ég veit ekki hvað ég er orðin ég veit bara að allstaðar annarstaðar ertu öruggari en hjá mér Þýð. Hallgrímur Helgason Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum. Það er rétt að minna á þá dapurlegu staðreynd í dag, þann 20. júní, á alþjóðadegi flóttafólks, þegar ljósi er varpað á þann vanda sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Foreldrar, börn, systkini, ömmur og afar hafa hrakist heiman frá sér. Frá ættingjum, skólagöngu, vinum, atvinnu, eignum, ættjörð sinni og öðru því sem skiptir fólk máli. Mörg þeirra sem eru nærri okkar heimshluta hafa lagt af stað og freistað þess að ná yfir djúp Miðjarðarhafsins. Ljóðskáldið Warsan Shire, sem er af sómölsk-breskum uppruna, lýsir hörmungum flóttans á raunsannan hátt með augum þess sem flýr í ljóðinu hér fyrir neðan og bendir á þá staðreynd að, „enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið“. Það er lífshættulegt að flýja langar leiðir. Á Miðjarðarhafinu hafa meira en 25.000 manns drukknað síðasta áratuginn í leitinni að öruggu skjóli. Það slagar hátt í íbúafjölda alls Hafnarfjarðar. Og enn er hundruða saknað frá því síðustu viku. En það er langt í frá að allt flóttafólk fari um svo langan veg í leit að öruggu skjóli. Rúmur helmingur þeirra er á vergangi í eigin landi. Tveir þriðju þeirra sem flýja yfir landamæri eigin lands dvelja í næstu nágrannalöndum, sem oft eru meðal fátækustu ríkja heims. Í Líbanon er fjórði hver íbúi flóttamaður. Hver og einn getur gert sér að leik að reikna út hversu margt flóttafólk væri hér ef hlutfallið væri eins hér. Til Íslands leitar brotabrot af þeirri tölu. Sá fjöldi fólks sem hefur þurft að flýja heimahagana telur samtals 108,4 milljónir og meirihlutinn er konur og börn. Þessi tala er sambærileg við íbúafjölda Íslands, sinnum 288. Hugsið ykkur! Þetta eru miklar tölur en á bak við þær eru andlit, manneskjur af holdi og blóði sem fara út í óvissuna til að bjarga sér og sínum. Manneskjur eins ólíkar eins og þær geta verið en deila þó svo margar sömu aðstæðum. Mikið af börnum, gömlu fólki, mörg lasburða, flest sakna heimahaganna, sum eru hrædd og flest óörugg. Á þeim brenna þrúgandi spurningar eins og „hvar bíður okkar skjól?“ og „hvar geta börnin okkar lifað mannsæmandi og öruggu lífi?“. Þeirra vandi er viðfangsefni heimsins alls. Við erum hluti af honum. Tökum vel á móti flóttafólki! Warsan Shire - HEIMA enginn fer að heiman nema heima sé hákarlskjaftur þú flýrð ekki burt úr borginni nema borgin sé þegar flúin nágrannar þínir hlaupa hraðar en þú með blóðugan kökkinn í hálsinum og strákurinn sem var með þér í skóla þessi sem kyssti þig föla í felum á bakvið blikkverksmiðjuna heldur á byssu sem er stærri en hann sjálfur þú ferð ekki að heiman nema heima reki þig burt Enginn fer að heiman nema þú sért með heima á hælunum eld á iljum sjóðandi blóð í maga aldrei kom þér annað eins til hugar þar til sviðin sveðjueggin ógnaði hálsi þínum og jafnvel þá reyndirðu að umla þjóðsönginn og reifst svo passann í tætlur inni á flugvallarklósetti og grést hvert pappírssnifsi sem þú beist í því það staðfesti ennþá betur að þú færir aldrei til baka þið verðið að skilja að enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið enginn brennir lófana undir lestum og lestarvögnum enginn eyðir sólarhringum í iðrum flutningabíls borðandi dagblöð nema allir þeir kílómetrar þýði annað og meira en að ferðast enginn skríður undir girðingar engan dreymir um barsmíðar samúð engan dreymir um líf í flóttamannabúðum eða innanklæðaleit sem endar án klæða og líkama í sárum og fangelsi því fangelsi er alltaf skárra en logandi borg og einn lítill fangavörður í nóttinni alltaf betri en farmur af fullorðnum mönnum sem allir líkjast föður þínum í framan engin gæti afborið það engin gæti kyngt því engin húð er til nógu sterk og allt þetta enga svarta hér flóttamenn útlendingapakk hælisleitendur mættir hingað á spenann niggarar með alla vasa tóma og skrýtna lykt villimenn búnir að rústa landinu sínu og komnir til að rústa okkar hvernig bara getið þið notað þessi orð og gefið okkur þennan svip þið haldið kannski að skammirnar séu skárri en að missa handlegg að orðin séu skárri en fjórtán menn á milli fóta þinna eða auðveldra sé fyrir okkur að kyngja skítkastinu frá ykkur heldur en gúmmíi heldur en beinum heldur en barninu okkar í pörtum mig langar heim en heima er hákarlskjaftur heima er hlaupið á byssu og enginn myndi fara að heiman nema heima myndi elta þig niður að strönd nema heima myndi segja hlauptu hraðar skildu fötin eftir skríddu yfir eyðimörkina svamlaðu yfir höfin drukknaðu bjargaðu þér bilastu úr hungri betlaðu kyngdu öllu stolti gerðu allt til að komast af Enginn fer að heiman þar til heima er sveitt og loðin rödd í eyra þínu sem segir farðu farðu frá mér núna ég veit ekki hvað ég er orðin ég veit bara að allstaðar annarstaðar ertu öruggari en hjá mér Þýð. Hallgrímur Helgason Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar