Nauðsynlegt að nýta betur menntun og hæfileika innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 19:21 Mathias Cormann segir mikilvægt að Íslendingar nýti menntun og hæfni fólks sem hingað komi til að vinna. Stöð 2/Sigurjón Efnahags- og framfarastofnun segir hagvöxt hvergi meiri en á Íslandi sem væri drifin áfram af innflutningi vinnuafls. Í því felist bæði tækifæri og áskoranir. Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04