Nauðsynlegt að nýta betur menntun og hæfileika innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 19:21 Mathias Cormann segir mikilvægt að Íslendingar nýti menntun og hæfni fólks sem hingað komi til að vinna. Stöð 2/Sigurjón Efnahags- og framfarastofnun segir hagvöxt hvergi meiri en á Íslandi sem væri drifin áfram af innflutningi vinnuafls. Í því felist bæði tækifæri og áskoranir. Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04