Innlent

Laxveiði hafin í Ölfusá

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bragi, sem opnaði veiðina í Ölfusá sumarið 2023 í morgun. Hann er hér með Guðmundi, formanni Stangaveiðifélags Selfoss.
Bragi, sem opnaði veiðina í Ölfusá sumarið 2023 í morgun. Hann er hér með Guðmundi, formanni Stangaveiðifélags Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenni mætti snemma í morgun við veiðisvæði Stangaveiðifélags Selfoss til að fagna því að laxveiði sumarið 2023 er formlega hafið í Ölfusá. Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar tók fyrstu köstin.

„Sumarið leggst bara mjög vel í okkur hjá félaginu, við erum vissum að þetta verður gott veiðisumar. Það er búið að veiðast mikið af fiski fyrir ofan okkar þannig að það þýðir að það er mikill fiskur búin að fara í gegnum Ölfusá. Auk þess er áin ofsalega falleg um þessar mundir, ekkert lituð eða neitt. Það er búið að selja mikið af veiðileyfum, sem segir okkur að það er mikil stemming fyrir veiðisumrinu 2023,“ segir Guðmundur Marías Jensson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss.

Örn Grétarsson (t.h.) fékk sérstaka viðurkenningu í morgun fyrir að vera orðinn heiðursfélagi í Stangaveiðifélaginu en hann er sjötti félagsmaðurinn, sem hlýtur slíka viðurkenningu. Hér er hann með Guðmundi formanni við upphaf veiðinnar í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hér er hægt að kaupa veiðileyfi

243 félagsmenn eru í Stangaveiðifélagi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×