Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á slaginu tólf að venju. 
Hádegisfréttir verða á slaginu tólf að venju.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um dóminn sem féll í héraðsdómi í morgun þar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa orðið sjúklingi að bana. 

Hvalamálin verða einnig áfram til umræðu og við heyrum í Stefáni Vagni Stefánssyni formanni atvinnuveganefndar sem segir nefndina koma saman hið snarasta til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að setja tímabundið bann á hvalveiðar sem hefðu átt að hefjast í dag. 

Að auki fjöllum við um íbúðamarkaðinn en í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að íbúðaverð fari nú hækkandi á ný þrátt fyrir tilraunir til að kæla markaðinn. 

Einnig verður rætt við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar sem horfir nú til þess að brátt hefjist mikið uppbyggingaskeið í bænum eftir áratuga hnignun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×