Íbúaráðin- sýndarsamráð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. júní 2023 17:30 Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun