Mourinho í langt bann eftir atvikið í bílakjallara Puskas leikvangsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 19:00 Mourinho hafði ýmislegt að segja við Anthony Taylor bæði í og eftir leik Roma og Sevilla. Vísir/Getty Jose Mourinho hefur fengið fjögurra leikja bann í Evrópukeppnum eftir að hafa hreytt ókvæðisorðum að dómaranum Anthony Taylor eftir úrslitaleik Roma og Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok síðasta mánaðar. Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31