„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson og Árni Sæberg skrifa 21. júní 2023 19:53 Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Cavalho, var ánægður með niðurstöðuna þó hann hefði viljað sjá hana sýknaða. Vísir Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14