Gangverk er stafræn vöruhönnunarstofa sem á tólf árum frá stofnun hefur náð miklum árangi í samvinnu við fjölmörg stórfyrirtæki eins og CBS fjölmiðlafyrirtækið í Bandaríkjunum og uppboðshús Sotheby's í Lundúnum.
Hanna Birna fékk heiðursviðurkenningu sem veitt er þeim sem borið hafa hróður Íslands víða um heim. En hún er stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga og í forsvari fyrir árlega alþjóðlega ráðstefnu kvenleiðtoga í Hörpu.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.